Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 42
385
Seinni dómurinn var kveðinn upp í október 2004 og fjallaði um auglýs-
ingaslagorðið Das Prinzip der Bequemlichkeit fyrir m.a. verkfæri, ökutæki
og húsgögn.185 Dómstóllinn vísaði áfrýjuninni frá og komst að þeirri niður-
stöðu að undirrétturinn hefði gert rétt í að ógilda úrskurð áfrýjunarnefnd-
arinnar um að setja ný og strangari viðmið við mat á sérkenni slagorða. Í
þessu máli kom fram að af dómafordæmum dómstólsins mætti ráða að við
mat á sérkenni yrðu öll vörumerki, óháð því í hvaða flokka þau væru skráð,
að geta auðkennt viðskiptauppruna vöru og þannig greint hana frá vörum
annarra. Þrátt fyrir að sömu viðmiðum væri beitt við mat á sérkennum ým-
issa tegunda merkja væri augljóst að almenningur gæti skynjað þau með
ólíkum hætti þó að skilyrðin eða viðmiðin væru þau sömu. Í þessu samhengi
vísaði dómstóllinn til fordæma varðandi skráningu á merkjum í þrívídd og
bætti við að sömu fordæmi gætu einnig átt við um orðmerki sem eru auglýs-
ingaslagorð. Sérstaklega ætti þetta við um slagorð sem hafa kynningarhlut-
verk, og fela t.d. í sér hrós um umrædda vöru, og hlutverkið er ekki aug-
ljóslega annað en það grundvallarhlutverk vörumerkis að tryggja uppruna
vörunnar.186
Viðmið sem gilda fyrir orðmerki, samsett orðmerki og auglýsingaslagorð
við mat á sérkenni eiga einnig við um mat á sérkenni annarra tegunda vöru-
merkja. Dómstóllinn mat t.d. sérkenni vörumerkis í þrívídd með vísan til
ákvæðis b-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar í svokölluðu Linde-máli.187
Dómstóllinn hélt því fram að ekki mætti nota strangari viðmið fyrir slík
merki en önnur merki en viðurkenndi að ef ekki væri unnt að byggja á fyrri
notkun merkis væri hugsanlega erfiðara að sýna fram á sérkenni merkis sem
sýndi lögun vöru.188 Þessi niðurstaða var staðfest af dómstólnum í þremur
dómum sem kveðnir voru upp sama daginn í apríl 2004 þar sem óskað var
skráningar á þrívíðum töflum fyrir þvottavélar eða uppþvottavélar.189 Í dóm-
unum segir að það sama gildi um liti og merki í þrívídd sem sýna lögun
vöru, en dómstóllinn mat sérstaklega skráningarhæfi litar sem vörumerk-
is í Libertel-málinu190 í maí 2003 með hliðsjón af ákvæðum b-liðar 1. mgr.
3. gr. og 3. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar. Þar lagði dómstóllinn áherslu á að
við mat á því hvort litur væri nægjanlegt sérkenni fyrir vörumerki yrði að
taka tillit til þeirra almennu hagsmuna að takmarka ekki óþarflega framboð
185 Mál nr. C-64/02 P, OHIM v. Erpo Möbelwerk GmbH, frá 21. október 2004, (2004) ECR
I-10031. (Das Prinzip der Bequemlichkeit).
186 Sami dómur, 33.-35. mgr.
187 Sameinuð mál nr. C-53/01 til 55/01, Linde AG and Others.
188 Sami dómur, 48.-49. mgr. Sjá einnig Antill og James (2004), bls. 160.
189 Sameinuð mál nr. C-456/01 P og C-457/01 P, Henkel KgaA v. OHIM, (2004) ECR I-5089,
38. mgr., C-468/01 P til C-472/01 P, Procter & Gamble Company v. OHIM, (2004) ECR I-5141,
36. mgr. og C-473/01 og C-474/01 P, Procter & Gamble Company v. OHIM, (2004) ECR I-5173,
36. mgr.
190 Mál nr. C-104/01, Libertel Groep BV v. Benelux-Merkenbureau, 60. mgr., frá 6. maí 2003,
(2003) ECR I-3793. (Colour per se).