Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 102

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 102
445 orðalag samkomulags sameigendanna um skuldbindingargildi tilboðs, bæri sam- komulagið ekki með sér önnur vanefndaúrræði en þau, að ef ekki yrði staðið við tilboð, skyldi sá, er ætti næsta tilboð þar fyrir neðan, eiga rétt á að leysa til sín jörðina. Er sérstaklega tekið fram, að krafa J á hendur stefnda sé ekki um efndir kaupskyldu, heldur um skaðabætur vegna vanefnda. Þar sem ekki væri í sam- komulaginu með skýrum hætti gert ráð fyrir slíku vanefndaúrræði, yrði að fallast á, að ekki væri unnt að skilja samkomulagið á þá leið, að hæstbjóðandi yrði bóta- skyldur ef hann, af einhverjum ástæðum, stæði ekki við boð sitt. Einn þriggja dómenda skilaði sératkvæði, þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu, að tilboð hæstbjóðanda væri skuldbindandi, og hefðu allir sam- eigendur staðfest það skriflega eftir opnun umslaga með tilboðum þeirra. Taldi þessi dómari orðalagið skýrt, og að ekkert hefði komið fram við samn- ingsgerðina, sem leitt gæti til þess, að S væri ekki skuldbundinn í samræmi við tilboð hans. Taldi hann því, að fallast bæri á skaðabótakröfu J. Rétt þykir að taka upp það sem máli skiptir í téðu samkomulagi og við- bótarsamkomulagi: ,,Eigendur jarðarinnar Hamraenda í Breiðuvík, [...] hafa orðið sammála um að slíta sameign sinni á jörðinni ásamt öllu því er henni fylgir með eftirfarandi hætti: 1. Aðiljar gera hvorir öðrum tilboð í eignarhluta sinn með þeim hætti að á lok- uðum fundi aðilja með lögmönnum sínum að Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, mánudaginn 13. júní 2005 kl. 13:00 leggur hver um sig fram tilboð í lokuðu um- slagi sem þeir rita nöfn sín utan á. Í hverju umslagi er tilgreind sú fjárhæð sem viðkomandi aðili verðmetur jörðina á. 2. Sá aðili sem tilgreinir hæst verð skuldbindur sig til að greiða hinum út eign- arhluta þeirra sem hlutfall af verðmæti jarðarinnar. Skal greiðslan fara fram eigi síðar en 13. ágúst 2005. Berist greiðslan ekki á eigandi næsthæsta verðmats- ins rétt á að leysa hina aðiljana út á því verði sem hann sjálfur tilgreindi sem verðmæti jarðarinnar í sínu tilboði, innan tveggja mánaða frá því ljóst var að greiðslufall yrði af hálfu gagnaðiljans. Berist greiðsla ekki frá honum á sá sem tilgreindi lægstu fjárhæðina rétt á að leysa [...] Sá sem rétt á að leysa hina út skal hafa umráðarétt yfir eigninni frá þeim degi sem tilboðin eru opnuð. 3. Gegn greiðslu samkvæmt 2. tölulið skal kaupandi fá afsal fyrir hinum seldu eignarhlutum. Verði annar en JS kaupandi samkvæmt samkomulagi þessu skal hluti kaupverðs ganga beint til að greiða upp áhvílandi lán á eignarhluta JS, hafi hann ekki aflétt þeim áður en til greiðslu kemur. 4. Í kaupunum telst innifalið [...] Reykjavík 13. júní 2005. [undirskriftir og vottar]
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.