Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 24
367 geislastýringar fyrir búnað í byggingariðnaði og landbúnaði, væri lýsandi og því ekki hæft til skráningar skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Nefndin benti á að hvert merki þyrfti að meta á grundvelli aðstæðna hverju sinni og að ekki væri hægt að andmæla niðurstöðu ákvörðunar á grundvelli þess að í öðrum ákvörðunum virtist hafa verið beitt annarri og frjálslegri nálgun við mat á skráningarhæfi vörumerkis. Áfrýjunarnefnd staðfesti í nóvember 1998, í Companyline-málinu,103 þar sem óskað var skráningar fyrir tryggingar- og fjármálastarfsemi, að Comp- anyline væri ekki hæft til skráningar sem Evrópuvörumerki þar sem merkið skorti sérkenni skv. b-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Í úrskurðinum er lagt til grundvallar að framsetningin „gefa til kynna“ í c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar sýni að synja skuli umsókn um skráningu merkis ef það geti í viðskiptum gefið til kynna eiginleika vöru, án þess að nauðsynlegt sé að sýna fram á að merkið sé í reynd notað eða það sé nauðsynlegt fyrir við- komandi viðskipti. Nokkru síðar var því haldið fram í hinum umdeilda Netmeeting-úr- skurði,104 í tengslum við t.d. tölvuforrit og margmiðlun, að jafnvel þótt ákvæði 7. gr. reglugerðarinnar gætu skarast skyldi túlka og beita þeim hverju fyrir sig. Þetta þýddi hins vegar ekki að fleiri en ein rök fyrir synjun skráningar gætu ekki átt við. Í þessum úrskurði var sérstaklega tekið fram að með orðunum „…sem geta í viðskiptum gefið til kynna…“ væri vísað til tiltekinna viðskipta, jafnvel þótt þau væru ekki hugsuð sem raunveruleg við- skipti. Þetta þýddi að lýsandi merki gæti fengist skráð sem vörumerki ef það væri notað fyrir óskyldar vörur, notað á frumlegan hátt eða sameinað einu eða fleiri lýsandi merkjum þannig að niðurstaðan yrði nýtt orð án ótvíræðr- ar merkingar eða skiljanlegrar tilvísunar til ákveðinnar vöru eða þjónustu. Nefndin komst síðan að þeirri niðurstöðu að samsetta orðið Netmeeting gæfi hvorki til kynna beina samsvörun við hina tilteknu vöru né gæfi það eingöngu til kynna áætlaða notkun eða aðra eiginleika. Í úrskurði frá desember 1998, um merkið Siteproducer fyrir tölvuforrit, forritaþróun ofl.,105 lagði nefndin áherslu á að vörumerkið yrði að skoða sem heild og hélt því fram að skilaboðin sem komið væri á framfæri með merkinu Siteproducer væru einföld, skýr og afdráttarlaus og fælu ekki í sér neina dulda tilvísun. Orðin „site“ og „producer“, ein sér eða samsett, yrðu að vera frjáls til afnota fyrir alla og gætu ekki verið háð einkarétti umsækj- anda vörumerkisins. Í þessum úrskurði var ekki byggt á ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar heldur ákvæði b-liðar sömu greinar um skort á sérkenni. Nokkru áður en undirrétturinn dæmdi í Baby-Dry-málinu í júlí 1999 komst áfrýjunarnefnd að þeirri niðurstöðu að orðið Doublemint, m.a. fyr- 103 Úrskurður R 72/1998-1 frá 18. nóvember 1998, Companyline, 20. mgr. 104 Úrskurður R 26/1998-3 frá 27. nóvember 1998, Netmeeting, 17.-18. og 28. mgr. 105 Úrskurður R 107/1998-3 frá 8. desember 1998, Siteproducer, 14. mgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.