Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 98

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 98
441 marksefni kaupsamnings um fasteignir, svo hann sé gildur. Óþarft er að ganga lengra í því efni en nauðsyn krefur til þess að ná framangreindu mark- miði.9 Orðalag 1. mgr. 7. gr. fkpl., sem um þetta fjallar, er eftirfarandi: Samningur um kaup á fasteign er bindandi þegar skriflegt tilboð hefur verið samþykkt af móttakanda þess með undirskrift, enda felist í því skuldbinding um greiðslu tilgreinds kaupverðs og afhendingu fasteignar. Í þessi felst, að eftirfarandi þarf að hafa átt sér stað til þess að loforð um kaup og sölu fasteignar verði skuldbindandi: Form. Skriflegt tilboð, samþykkt af móttakanda með undirskrift. Efni. Skuldbinding um greiðslu tilgreinds kaupverðs og skuldbinding um afhendingu fasteignar. Ljóst er að í skuldbindingu um sölu fasteignar og yfirfærslu eignarréttar að henni, felst einnig skuldbinding um afhendingu hennar. Samkvæmt þessu þarf ekki að hafa verið samið um, hvernig kaupverðið á að greiðast, né heldur hvenær eign skuli afhenda. Sé ekki um það samið, gilda fyllingarreglur fkpl., þ.e. ákvæði 11. gr., um að kaupverðið þurfi ekki að greiða fyrr en fasteign sé afhent og hana þurfi ekki að afhenda fyrr en kaupverðið er greitt samtímis, sbr. til hliðsjónar H 1965 63. Í þessu felst meg- inreglan um að hönd selji hendi, þegar ekki er samið um frest til að afhenda eða til að greiða kaupverðið. Af sjálfu sér leiðir, að undirskilið er, að ljóst sé um hvaða fasteign sé að ræða.10 Í 3. mgr. 7. gr. er mælt fyrir um að til skriflegs forms og skriflegra und- irskrifta samkvæmt lögunum teljist rafrænt form og undirskriftir, sem hafa sama gildi samkvæmt ákvæðum í lögum. Í þessu felst, að það ræðst af ákvæðum annarra laga, fyrst og fremst laga nr. 28/2001, um rafrænar und- irskriftir, og laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, hvenær rafrænt form og undirskriftir samninga jafngilda skriflegum. Fkpl. hafa því ekki að geyma sérreglur um það efni. 3.3 Milliganga umboðsmanns. Formlegt umboð Í 2. mgr. 7. gr. er kveðið á um, að ef umboðsmaður komi fram fyrir hönd kaupanda eða seljanda, skuli umboð hans vera skriflegt. Slík krafa er eðlileg í ljósi formskilyrðisins. Er því skriflegt umboð skilyrði fyrir því, að gildur 9 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1454. 10 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1455.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.