Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 44
387 6.3 Áunnið sérkenni með notkun skv. 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar 6.3.1 Almennt Í ákvæði 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar segir að ákvæði b-, c- og d-liðar 1. mgr. eigi ekki við ef vörumerkið hefur öðlast sérkenni við notkun vöru eða þjónustu.196 Ákvæðið á rætur að rekja til liðar C.1 í 6. gr. quinquies Parísar- samþykktarinnar frá 1883.197 Viðvarandi notkun merkis getur þannig styrkt eðli þess og þannig geta tiltölulega veik merki öðlast sérkenni við notkun og þau orðið skráningarhæf sem Evrópuvörumerki.198 Samkvæmt 12. tölul. 8. gr. í viðmiðunarreglum skráningarskrifstofu ESB getur verið litið svo á að vörumerki öðlist sérkenni fyrir notkun tiltekinn- ar vöru eða þjónustu ef umsækjandi getur sýnt fram á notkunina. Sönn- unarbyrðin hvílir á umsækjanda og hann verður að leggja fram kröfu þar að lútandi og sönnunargögn til stuðnings máli sínu. Sönnunargögnin þurfa t.d. að sýna staðsetningu, tímasetningu, umfang og eðli notkunar og gögnin geta verið í formi skjala og hluta, s.s. umbúða, merkimiða, verðlista, vörulista, reikninga, mynda og auglýsinga. Sama gildir um skoðanakannanir. 6.3.2 Túlkun á ákvæði 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar Í Windsurfing Chiemsee málinu frá 1999 var ákvæði 3. mgr. 3. gr. tilskip- unarinnar, samhljóða 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, túlkað. Dómstóllinn byggði niðurstöðu sína á því að ákvæði 3. mgr. 3. gr. teldist meiri háttar undantekning frá ákvæðum b-d-liðar 1. mgr. 3. gr. Þá var undirstrikað að áunnið sérkenni með notkun fæli í sér að merki yrði að gefa til kynna að sú vara sem sótt væri um skráningu á ætti uppruna sinn hjá ákveðnum aðila og greindi þannig vöruna frá vörum annarra. Við ákvörðun um sérkenni yrði dómstóll aðildarríkis að meta það heildstætt.199 Í áliti Jacobs aðallögsögumanns í Baby-Dry-málinu íhugaði hann tengsl milli skilgreiningar á vörumerki í 4. gr. reglugerðarinnar og skilyrða fyrir synjun skráningar í 7. gr. Hann taldi að þessar greinar sköruðust þar sem 4. gr. fæli í sér jákvæð skilyrði en 7. gr. neikvæð skilyrði, þ.e. að greinarnar fjölluðu um sömu skilyrði sem meta þyrfti frá mismunandi sjónarhorni, sem jákvæð hæfisskilyrði fyrir skráningu og neikvæðar forsendur fyrir synjun. Ennfremur tryggði 3. mgr. 7. gr. að merki gæti öðlast sérkenni við notkun. Ruglingur gæti skapast ef greinunum tveimur væri beitt samtímis.200 Aðal- lögsögumaðurinn hélt því og fram að þar sem ákvæði 3. mgr. 7. gr. vísaði 196 Í 3. mgr. 7. gr. segir: „Paragraph 1 (b), (c) and (d) shall not apply if the trade mark has become distinctive in relation to the goods or services for which registration is requested in consequence of the use which has been made of it.“ 197 Í lið C.1. 6. gr. quinquies Parísaramþykktarinnar segir m.a: „…in order to assess whether a mark can be protected, one should take into account all facts, particularly the length of time the mark has been in use.“ 198 Van Kaam (1997), bls. 179. 199 Sameinuð mál nr. C-108/97 og C-109/97, Windsurfing Chiemsee, 45.-46. og 54. mgr. 200 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 61.-70. mgr. álitsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.