Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 84
427
leidd hér á landi með lögum nr. 30/2002, sjá kafla V um takmörkun ábyrgðar
milligönguaðila. Vert er að árétta að lögin taka ekki afstöðu til þess hvenær
þjónustuaðilar rafrænnar þjónustu eða viðskipta teljast ábyrgir.147 Ef þjón-
ustuveitandi uppfyllir ekki skilyrði laganna um takmörkun ábyrgðar gilda
almennar reglur um hlutdeild. Lögin takmarka ábyrgð þess sem miðlar efni
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en taka ekki til þess athæfis að senda
ólöglegar upplýsingar eða efni.148
Líta má svo á að þeir sem starfrækja tengipunkta í jafningjanetum, eins
og í Direct Connect netum, veiti aðgang að fjarskiptaneti149 eða teljist hýs-
ingaraðilar150 samkvæmt lögum um rafræn viðskipti. Sama getur átt við um
aðila sem halda utan um jafningjanet eins og Istorrent. Hins vegar verður
við mat á því hvort reglur um takmörkun ábyrgðar eigi við að líta til þess
hvort um samstarf við notendur jafningjanetsins af ásettu ráði geti verið að
ræða sem kemur í veg fyrir slíka takmörkun á ábyrgð samkvæmt lögum um
rafræn viðskipti eins og niðurstaðan var í norska Direct Connect málinu.151
4. LOKAORÐ
Niðurstaða þessarar samantektar er að löggjöf á Íslandi um vernd verka
sem dreift er á netinu í gegnum jafningjanet er sambærileg og hjá nágranna-
þjóðum okkar. Líklegt er að niðurstaða í dómsmálum um ábyrgð notenda
og forráðamanna slíkra jafningjaneta væri á sömu leið og í bandaríska
Grokster málinu og ástralska Kazaa málinu, eins og ráða má af nýlegum
norrænum dómum. Ef fyrir liggja sannanir um að starfrækt séu eða hafi ver-
ið starfrækt jafningjanet þar sem meginhluti efnis sem skipst er á er varið af
höfundarétti og er þar í umferð án heimildar rétthafa verða bæði notendur
og forráðamenn slíkra jafningjaneta dæmdir ábyrgir fyrir slík brot.
Þetta þýðir ekki að tækniframfarir varðandi dreifingu efnis á netinu skuli
hindraðar því ljóst er að skráardeiliforrit og jafningjanet eru til margra hluta
nytsamleg og eru komin til að vera. Lausnin felst ekki í að koma í veg fyr-
ir notkun þeirra heldur að tryggja að þau séu ekki notuð til að brjóta á
höfundarétti. Það má gera með því að rétthafar taki tæknina meira í sína
þjónustu eins og hefur verið að gerast jafnt og þétt, t.d. þegar Kazaa jafn-
ingjanetið varð „löglegt“ með samkomulagi forráðamanna þess og fulltrúa
rétthafa tónlistar og kvikmynda.152 Aðalatriðið er að samkomulag náist milli
ur vinnuveitanda til þátttöku í jafningjaneti, t.d. sem tengipunkt í DC++ jafningjaneti, þar sem
skipst er á ólöglegum skrám, þá nýtur vinnuveitandinn ekki ábyrgðarleysis á grundvelli reglna
laganna um takmörkun ábyrgðar milligönguaðila, þrátt fyrir að hann hafi ekki haft vitneskju
um brotin.
147 Sjá frumvarpið til laga um rafræn viðskipti, athugasemdir um V. kafla.
148 Schlüter o.fl.: „Medvirken ...“, bls. 522.
149 Eins og talið var í norska Direct Connect málinu, Oslo tingrett, 27. maí 2005.
150 Sjá Schlüter o.fl.: „Medvirken...“, bls. 542.
151 Oslo tingrett, 27. maí 2005.
152 Sjá skýrslu IFPI, Piracy Report 2006, bls. 7.