Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 101

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 101
444 notuð orðin túlkun og fylling (fortolkning og udfyldning) um þau tvö stig túlkunar, sem hér eru nefnd skýring og fylling.13 5. DÓMUR HÆSTARÉTTAR 2. NÓVEMBER 2006, MÁL NR. 205/2006 Ofangreindan dag gekk dómur í Hæstarétti um fasteignakaup, þar sem deilt var um atriði, sem hér hafa verið til umfjöllunar. Atvik málsins voru í stuttu máli, sem hér segir: J og S áttu jörðina Hamraenda í sérstakri sameign með Steini nokkrum Jónssyni. Átti J helming jarðarinnar, en S og Steinn fjórðung hvor. Greiðsluerfiðleikar og önnur atriði leiddu til þess, að þeir ákváðu að slíta sameigninni. Gerðu þeir með sér skriflegan samning, dagsettan 13. júní 2005, um slitin. Efni samningsins var á þann veg, að hver þeirra þriggja átti að gera tilboð í eignina. Skyldu tilboðin sett í lokuð umslög með nafni hvers þeirra utan á. Skyldi, að því búnu, opna umslögin og skera úr um hver þeirra ætti hæsta boð í eignina. Hæstbjóðandi skuldbatt sig til þess að greiða hinum sameigendunum það hlutfall tilboðsverðs, sem svaraði til eignarhluta þeirra. Greiða skyldi kaupverðið eigi síðar en tveim- ur mánuðum frá samningsgerðinni, þ.e. 13. ágúst 2005. Samið var um, að ef hæstbjóðandi vanefndi tilboð sitt, skyldi sá, sem átti næst hæsta tilboðið, eiga rétt á því að leysa til sín jörðina fyrir það verð, sem hann bauð. Áður en samn- ingurinn var gerður, hafði verið aflað verðmats löggilts fasteignasala, sem taldi verð jarðarinnar hæfilega metið kr. 38.000.000. Þegar umslögin með tilboðunum voru opnuð, kom í ljós, að S hafði boðið kr. 65.050.000, Steinn Jónsson bauð kr. 52.544.444 og J bauð kr. 45.500.002. Eftir að tilboðin lágu fyrir, bættu aðilj- arnir við samkomulagið skriflegum texta, þar sem fram kom, að samkvæmt sam- komulaginu skyldi S greiða kr. 32.525.000 fyrir eignarhluta J og kr. 16.262.500 fyrir eignarhluta Steins Jónssonar. Rituðu allir sameigendurnir nöfn sín undir þetta viðbótarsamkomulag. Eftir nokkurn tíma féll S frá tilboði sínu. J andmælti því og áskildi sér allan rétt í því sambandi. Steinn Jónsson, sem átti næst hæsta boð, nýtti þá rétt sinn og greiddi J kr. 26.272.222 fyrir eignarhluta hans. J taldi sig eiga rétt á skaðabótum úr hendi S, sem svaraði til mismunar á því, sem hann hefði fengið, ef S hefði staðið við tilboð sitt, og þeirrar fjárhæðar, sem hann fékk á grundvelli tilboðs Steins Jónssonar. Höfðaði hann mál á hendur S til greiðslu þeirrar fjárhæðar, kr. 6.252.778, í skaðabætur. Reisti J málatilbúnað sinn á því, að tilboð S hefði verið skuldbindandi og hefði ákvörðun hans, um að falla frá tilboðinu, falið í sér vanefnd, sem veitti honum rétt til skaðabóta. Í dómi Hæstaréttar var kröfu J um skaðabætur hafnað. Var það rökstutt svo, að þar sem þrjú tilboð hefðu verið gerð í jörðina, hefði þurft að tilgreina með skýrari hætti, til hvaða van- efndaúrræða yrði heimilt að grípa, ef til vanefnda kæmi. Var talið, að þrátt fyrir 13 Sjá t.d. Mads Bryde Andersen: Grundlæggende aftaleret, bls. 320 og áfram, Johan Giertsen: Avtaler, bls. 96-97, Geir Woxholth: Avtalerett, bls. 431 og áfram og Kristian Huser: Avtaletolkn- ing, bls. 127 og áfram, en þar kemur reyndar fram, svo sem víðar, að mörk skýringar og fyll- ingar séu ekki ljós. Um sænskan rétt má vísa til Jan Ramberg og Christina Ramberg: Allmän avtalsrätt, bls. 183, en þar eru notuð orðin ,,egentlig tolkning (tydning) och utfyllning“ sem gætu samrýmzt íslenzkri hugtakanotkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.