Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 38
381 einnig skort sérkenni hér á landi ef um væri að ræða tungumál sem gera mætti ráð fyrir að þorri almennings þekkti til, eins og t.d. enska tungu. Þá var m.a. bent á í úrskurðinum að dómstóllinn hefði á undanförnum árum oft tekið afstöðu til þess hvernig túlka bæri ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar um Evrópuvörumerki, samhljóða ákvæði c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar, og þar sem tilskipunin væri hluti af EES-samningnum væri eðlilegt að líta til dóma dómstólsins. Mismunandi túlkun gæti haft í för með sér að frjáls flutningur vöru og þjónustu yrði torveldaður á EES- svæðinu. Bent var á að þeir dómar sem hvað mesta athygli hefðu vakið væru Baby-Dry- og Doublemint-dómarnir. Í úrskurðinum var síðan vísað til þess að í Doublemint-málinu hefði Ja- cobs aðallögsögumaður skilgreint þrjú viðmið við mat á því hvort merki væri lýsandi eða ekki. Í fyrsta lagi bæri að líta til þess hvort orðmerkið væri líklegt til að vera notað sem almenn lýsing á viðkomandi vöru. Í öðru lagi hvort orðasambandið væri venjubundin orðnotkun til að lýsa ákveðnum eiginleikum vöru eða þjónustu og í þriðja lagi bæri að taka mið af því hversu mikilvægir viðkomandi eiginleikar væru fyrir vöruna eða þjónustuna sem merkið ætti að auðkenna. Þá var viðmiðunum beitt á merkið Silk Essentials og í fyrsta lagi var ekki talið líklegt að orðin Silk Essentials yrðu notuð sem almenn lýsing á hreinlætisvörum, í öðru lagi voru þau ekki talin venjubund- in orð til að lýsa ákveðnum eiginleikum varanna og í þriðja lagi var ekki talið að þeir eiginleikar sem orðasambandið vísaði hugsanlega til, þ.e. eitthvað mjúkt og nauðsynlegt, gætu talist mikilvægustu eiginleikar til dæmis sápu, klórs, tannkrems og hárbursta. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar var því sú að merkið væri hugsanlega vísbendandi fyrir einhverjar þær vörur sem sótt væri um skráningu fyrir en ekki lýsandi fyrir neinar þannig að það kæmi í veg fyrir skráningu þess hér á landi. Í síðari úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar um mat á því hvort merki séu lýsandi og skorti sérkenni hefur verið vísað til dóma dómstólsins, bæði Baby-Dry- og Doublemint-dómanna, sem og til Postkantoor málsins, og á því byggt að eðlilegt sé að líta til fordæma dómstólsins vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og innleiðingar tilskipunarinnar í íslensk lög.168 168 Í tveimur málum frá 18. júlí 2005, málum nr. 24/2004 og 25/2004, þar sem óskað var skráningar á orðmerkjunum VitaCforte og VitaC, fyrir m.a. vítamín og fæðubótarefni, var byggt á sömu sjónarmiðum og í úrskurði nefndarinnar í Silk Essentials málinu við mat á því hvort merki væru lýsandi og skorti sérkenni. Niðurstaðan var sú í báðum málunum að þegar litið væri á heildarmynd hins samsetta orðmerkis áfrýjanda yrði að telja að orðhlutinn „vita“ væri áhersluhluti merkisins, bæði sjónrænt og hljóðrænt séð. Þó svo að samsetning orðsins, annars vegar með bókstafnum C og orðhlutanum forte og hins vegar með bókstafnum C, gæti leitt hugann að vítamínum yrði ekki talið að það kæmi í veg fyrir að merkin teldust hafa nægileg sérkenni til að greina vörur eiganda þess frá vörum annarra í skilningi 1. mgr. 4. gr. vml.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.