Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 92

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 92
435 kunna að gilda um hið nýstofnaða réttarsamband almennir samningar eða skilmálar, sem einnig ráða, a.m.k. að hluta, efni réttarsambandsins. Þannig má sem dæmi taka, að þegar gerður er ráðningarsamningur við starfsmann, t.d. sjómann um hásetastarf á fiskibát, skal samningurinn, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sjómannalaga, nr. 35/1985, vera tiltekins efnis að lágmarki. Auk þess efnis, gilda um hann reglur sjómannalaga, sem mæla fyrir um fjölmörg réttindi og skyldur aðilja slíks ráðningarsamnings. Því til viðbótar gilda um ráðningarsambandið, sem stofnað hefur verið til, reglur kjarasamnings, sem á hverjum tíma er í gildi milli þess stéttarfélags, sem sjómaðurinn ætti að tilheyra, og samtaka útgerðarmanna, sbr. 4. gr. sjómannalaga. Enn fremur eru aðiljar bundnir af fyrirmælum í ýmsum lögum, sem hafa áhrif á rétt- arsambandið, t.d. lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987 og lögum um sjómannadag, nr. 20/1987. Allt framangreint eru sannindi, sem eru grundvallaratriði í samninga- rétti. Í stuttu máli má orða þetta svo, að þegar samningur hefur stofnazt, eru aðiljar hans skuldbundnir í samræmi við efni samningsins og reglur, skráðar og óskráðar, sem um hann gilda. Í flestum tilvikum er unnt að semja sig undan reglunum, en ekki alltaf. T.d. segir í 1. mgr. 4. gr. sjómannalaga, að samtök sjómanna og útgerðarmanna geti samið um betri réttindi til handa sjómönnum, en leiðir af ákvæðum laganna. Gagnálykta verður frá þessari reglu á þann veg, að óheimilt sé að semja um lakari rétt, sbr. og 1. gr. laga um starfskjör launþega og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 55/1980.2 Einstökum sjómönnum er líka óheimilt að semja um lakari réttindi sér til handa, en leiðir af sjómannalögum og kjarasamningi þeim, sem við á um starfið. 2.2 Stofnun kaupsamninga um fasteignir fyrir gildistöku fkpl. 2.2.1 Inngangur Fyrir gildistöku fkpl. gilti sú regla að kaupsamningur um fasteign þurfti ekki að vera skriflegur til þess að vera skuldbindandi.3 Var þetta í samræmi við almennar reglur um að skuldbindingargildi samninga væri óháð formi þeirra.4 Þótt það hafi vart þekkzt, a.m.k. á síðustu áratugum, að kaupsamningar um fasteignir hafi ekki verið skriflegir, hefur meginreglan, um að til slíkra samninga geti stofnazt með munnlegum hætti, án þess þó að skýrlega hafi legið fyrir, um hvað þyrfti að vera samið, valdið því að oft hefur komið upp ágreiningur um, hvort kaupsamningur um fasteign hefði stofnazt. Jafnframt hafa oft risið deilur um, hvaða skuldbindingar fælust í því fyrir aðilja, ef talið yrði, að til slíks samnings hefði stofnazt. Hafa dómstólar oft þurft að skera úr slíkum ágreiningsefnum. 2 Sbr. og Lára V. Júlíusdóttir: Réttindi og skyldur á vinnumarkaði, bls. 34-35. 3 Viðar Már Matthíasson: Fasteignakaup, helztu réttarreglur, bls. 46 og 47. 4 Sjá t.d. Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 40, og sami höfundur: Kauparéttur, bls. 54- 56.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.