Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 92
435
kunna að gilda um hið nýstofnaða réttarsamband almennir samningar eða
skilmálar, sem einnig ráða, a.m.k. að hluta, efni réttarsambandsins. Þannig
má sem dæmi taka, að þegar gerður er ráðningarsamningur við starfsmann,
t.d. sjómann um hásetastarf á fiskibát, skal samningurinn, samkvæmt 1.
mgr. 6. gr. sjómannalaga, nr. 35/1985, vera tiltekins efnis að lágmarki. Auk
þess efnis, gilda um hann reglur sjómannalaga, sem mæla fyrir um fjölmörg
réttindi og skyldur aðilja slíks ráðningarsamnings. Því til viðbótar gilda um
ráðningarsambandið, sem stofnað hefur verið til, reglur kjarasamnings, sem
á hverjum tíma er í gildi milli þess stéttarfélags, sem sjómaðurinn ætti að
tilheyra, og samtaka útgerðarmanna, sbr. 4. gr. sjómannalaga. Enn fremur
eru aðiljar bundnir af fyrirmælum í ýmsum lögum, sem hafa áhrif á rétt-
arsambandið, t.d. lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987 og lögum
um sjómannadag, nr. 20/1987.
Allt framangreint eru sannindi, sem eru grundvallaratriði í samninga-
rétti. Í stuttu máli má orða þetta svo, að þegar samningur hefur stofnazt, eru
aðiljar hans skuldbundnir í samræmi við efni samningsins og reglur, skráðar
og óskráðar, sem um hann gilda. Í flestum tilvikum er unnt að semja sig
undan reglunum, en ekki alltaf. T.d. segir í 1. mgr. 4. gr. sjómannalaga, að
samtök sjómanna og útgerðarmanna geti samið um betri réttindi til handa
sjómönnum, en leiðir af ákvæðum laganna. Gagnálykta verður frá þessari
reglu á þann veg, að óheimilt sé að semja um lakari rétt, sbr. og 1. gr. laga
um starfskjör launþega og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 55/1980.2
Einstökum sjómönnum er líka óheimilt að semja um lakari réttindi sér til
handa, en leiðir af sjómannalögum og kjarasamningi þeim, sem við á um
starfið.
2.2 Stofnun kaupsamninga um fasteignir fyrir gildistöku fkpl.
2.2.1 Inngangur
Fyrir gildistöku fkpl. gilti sú regla að kaupsamningur um fasteign þurfti
ekki að vera skriflegur til þess að vera skuldbindandi.3 Var þetta í samræmi
við almennar reglur um að skuldbindingargildi samninga væri óháð formi
þeirra.4
Þótt það hafi vart þekkzt, a.m.k. á síðustu áratugum, að kaupsamningar
um fasteignir hafi ekki verið skriflegir, hefur meginreglan, um að til slíkra
samninga geti stofnazt með munnlegum hætti, án þess þó að skýrlega hafi
legið fyrir, um hvað þyrfti að vera samið, valdið því að oft hefur komið upp
ágreiningur um, hvort kaupsamningur um fasteign hefði stofnazt. Jafnframt
hafa oft risið deilur um, hvaða skuldbindingar fælust í því fyrir aðilja, ef
talið yrði, að til slíks samnings hefði stofnazt. Hafa dómstólar oft þurft að
skera úr slíkum ágreiningsefnum.
2 Sbr. og Lára V. Júlíusdóttir: Réttindi og skyldur á vinnumarkaði, bls. 34-35.
3 Viðar Már Matthíasson: Fasteignakaup, helztu réttarreglur, bls. 46 og 47.
4 Sjá t.d. Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 40, og sami höfundur: Kauparéttur, bls. 54-
56.