Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 13
356
til efnis hennar við samningu frumvarps til laga um öflun sönnunargagna
vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum, sem varð að lögum nr. 53/2006 er
öðluðust gildi 1. júlí 2006.
2.2 Reglugerðin um Evrópuvörumerkið
2.2.1 Samræmt gildi og sömu réttaráhrif
Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar skal Evrópuvörumerki hafa
samræmt gildi og sömu réttaráhrif um allt Evrópusambandið. Reglugerðin
byggist á því að unnt sé að sækja um skráningu vörumerkis sem gilda skal
í öllu Evrópusambandinu með einni umsókn sem meta skuli á grundvelli
samræmdrar löggjafar og skilað sé til sameiginlegrar skrifstofu.35 Eitt af
grundvallaratriðum kerfisins er einnig að ef vörumerki fæst ekki skráð í einu
eða fleiri aðildarríkjum, t.d. ef það er lýsandi á tungumáli eins aðildarríkis,
fæst það ekki skráð sem Evrópuvörumerki.36
2.2.2 Tákn sem geta verið Evrópuvörumerki
Í 4. gr. reglugerðarinnar segir að Evrópuvörumerki geti verið öll tákn sem
hægt sé að sýna á myndrænan hátt, m.a. orð, þ.m.t. mannanöfn, mynstur,
bók- eða tölustafir, lögun vöru eða umbúðir vöru, svo fremi þau séu til þess
fallin að greina vörur eða þjónustu merkiseiganda frá vörum eða þjónustu
annarra.
Þessi skilgreining er sambærileg skilgreiningu á vörumerki í 2. gr. tilskip-
unarinnar og sama gildir um ákvæði a-d liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar
og a-d liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar. Þannig eiga sömu skilyrðin við
þegar metið er hvort synja beri umsókn um skráningu Evrópuvörumerkis eða
skráningu vörumerkis í aðildarríki. Sambærileg ákvæði er og að finna í vöru-
merkjalögum um allan heim. Sér í lagi má benda á svipaða skilgreiningu í 1.
tölul. 15 gr. TRIPS-samningsins,37 sem er viðauki við samninginn um stofnun
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO),38 þótt það ákvæði sé orðað á annan
hátt. Þar segir að sérhvert tákn, eða samsetning tákna, sem er til þess fallið að
greina vörur eða þjónustu merkiseiganda frá vörum eða þjónustu annarra,
skuli teljast hæft sem vörumerki. Hins vegar inniheldur Parísarsamþykktin
um vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar39 frá 1883, sem er grundvallarsam-
þykkt um vernd hugverkaréttinda, ekki skilgreiningu á vörumerki.
Samkvæmt skilgreiningu 4. gr. reglugerðarinnar þarf Evrópuvörumerki
að uppfylla tvö skilyrði. Í fyrsta lagi formskilyrði, þ.e. að það sé tákn sem
hægt er að sýna á myndrænan hátt. Í öðru lagi efnisskilyrði, því samkvæmt
35 Van Kaam (1997), bls. 176.
36 Ryberg o.fl. (2003), bls. 192-193.
37 Agreement on Trade Related Aspects of Intellectual Property Rights (TRIPS-samning-
urinn). www.wto.org
38 Agreement establishing the World Trade Organization. www.wto.org
39 Paris Convention for the Protection of Industrial Property from 1883 (Parísarsamþykktin).
www.wipo.int