Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 103
446
Undirritaðir staðfesta hér með, að við opnun umslaga samkvæmt 1. tölul.
ofangreinds samkomulags kom í ljós að JS mat verðmæti jarðarinnar allrar kr.
45.500.002, SS mat hana á kr. 65.050.000 og SJ mat hana á kr. 52.544.444. Sam-
kvæmt því skal SS greiða kr. 32.525.000 fyrir eignarhluta JS og kr. 16.262.500
fyrir eignarhluta SS í jörðinni, sbr. 2. tölulið samkomulagsins.
Framangreint staðfest rétt:
Reykjavík 13. júní 2005
[undirskriftir og vottar]“
6. HVERNIG FELLUR NIÐURSTAÐAN AÐ REGLUM UM STOFNUN
KAUPSAMNINGS UM FASTEIGN OG RÉTTARÁHRIF HANS?
6.1 Hvaða reglur gilda um kaup á hluta fasteignar?
Fkpl. gilda um kaup á fasteignum, að því leyti, sem ekki er á annan veg
mælt í lögum. Af því leiðir, að þau gilda ekki um nauðungarsölu fasteignar
á uppboði, sbr. 2. þátt laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991.14 Þau myndu á
hinn bóginn gilda um frjálsa sölu, þótt eigandi myndi ákveða að hún skyldi
fara fram með uppboði á fasteigninni, enda er slík sala ekki undanskilin í
lögum.15 Í málinu var um að ræða kaup á hluta fasteignar. Um stærð þess
hluta sem keyptur var fór nokkuð eftir því, hver byði hæst, hann gat stærstur
orðið 75%, en minnstur 50%. Fkpl. gilda ekki aðeins um kaup á fasteign í
heild, heldur einnig um hluta fasteignar, svo sem berlega er tekið fram í 1. gr.
Þar segir, að lögin gildi ,,[...] um kaup og skipti á hlutum í fasteign, eftir því
sem við getur átt“. Þetta er skýrt nánar í athugasemdum, sem fylgdu frum-
varpi því er síðar varð að fkpl. á þann hátt, að þetta sé eðlileg regla og taki
bæði til tilvika þar sem keyptur er ,,[...] hluti í fasteign, sem er í óskiptri sam-
eign og einnig skilgreindur hluti fasteignar“.16 Sömu reglur gilda að þessu
leyti í norskum og finnskum lögum um fasteignakaup.17
Af framangreindu er ljóst, að fkpl. gilda um þann samning, sem málið
varðar.
6.2 Stofnaðist kaupsamningur milli aðilja?
Eins og fram kemur í atvikalýsingunni að framan og samkomulagi því,
sem aðiljarnir gerðu, áttu þeir að leggja fram skriflegt tilboð í eignarhluta
hinna í jörðinni. Þegar umslögin með tilboðsfjárhæðum höfðu verið opnuð
14 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1451.
15 Um gildissvið norskra laga um fasteignakaup að þessu leyti má vísa til: Stein Rognlien:
Avhendingslova, kommentar til lov om avhending (kjøp og salg) af fast eiendom, bls. 19.
16 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1451.
17 Sbr. 1. mgr. í gr. 1.1 í lov om avhending av fast eigedom, nr. 93/1992, og 2. gr. 1. hluta
(finnska) Jordabalken nr. 540/1995, sem fjallar um eigendaskipti að fasteignum. Sjá og Trygve
Bergsåker: Kjøp av fast eiendom, med kommentarer til avhendingsloven, bls. 53.