Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 79
422 undarétti. Talið var að tilgangur með jafningjanetinu hefði verið að hvetja til dreifingar höfundaréttarverndaðs efnis án heimildar.116 Ákært var fyrir óheimila eintakagerð af hundruðum þúsunda verka, aðallega tónlistarskrám, kvikmyndaskrám og tölvuleikjum, sem njóta höfundaverndar og dreifingu þeirra eintaka til um 10.000 skráðra notenda í jafningjanetinu Fin- reactor. Bæði var kært fyrir ásetningsbrot í ágóðaskyni, sem varðar við finnsk hegningarlög,117 og einnig fyrir almennt brot á höfundalögunum. Ekki var tal- ið sannað að brot ákærðu hefðu verið í ágóðaskyni miðað við túlkun hegning- arlagaákvæðisins á þeim tíma sem brotin voru framin.118 Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ákærðu hefðu átt þátt í brotum notenda jafningjanetsins með því að hafa umsjón með jafningjanetinu, ýmist með eftirliti og umsýslu með tæknihlið jafningjanetsins eða með notendum. Eftirlit með notendum fólst m.a. í að fylgjast með virknihlutfalli þátttakenda, með efni skráa sem í boði voru til að geta flokkað þær eftir áhugasviðum notenda og nákvæmni lýsigagnaskjal- anna sem vistaðar voru á leiðarþjónum jafningjanetsins. Tilgangur eftirlitsins var að tryggja skilvirkni jafningjanetsins og sjá til þess að á boðstólum væri nýtt og áhugavert efni fyrir notendur þess. Talið var að ákærðu vissu að meg- inhluti efnis sem dreift var í gegnum jafningjanetið væri háð höfundarétti og væri þar án heimildar rétthafa. Jafnframt var talið að ákærðu gerðu sér grein fyrir hvernig jafningjanetið virkaði, þ.e. að allir þátttakendur sem hlæðu niður skrám deildu þeim líka með sér. Dómurinn greindi þátt allra ákærðu, sumir voru yfirstjórnendur og áttu þess kost að loka leiðarþjóninum, aðrir voru umsýsluað- ilar með notendum og gátu útilokað þá frá jafningjanetinu, enn annar hópur hafði umsjón með skrám og gat fjarlægt þær og skráð virknihlutfall notenda. Á grundvelli greiningar á hlutverkum ákærðu var fallist á hlutdeildarbrot sumra en ekki annarra119 þar sem talið var að hlutverk þeirra hefðu ekki haft afgerandi áhrif á virkni jafningjanetsins. Hins vegar þótti ekki sannað í málinu að ákærðu hefðu sjálfir hlaðið niður og gert efni varið höfundarétti aðgengilegt almenningi. Þær tölur sem lágu fyrir um umfang dreifingar ólögmæts efnis í jafningjanetinu voru ekki nægilegur grunnur til að dæma einstaka ákærðu fyrir brot á dreifingu ákveðins efnis. Sú vörn ákærðu að óvissa ríkti um túlkun laga varðandi brot á höfundarétti vegna dreifingar efnis í jafningjanetum var ekki samþykkt né held- ur að það væri brot á jafnræðisreglu að ekki voru allir notendur jafningjanetsins ákærðir. Niðurstaða málsins var að hluti ákærðu var dæmdur fyrir brot á höf- 116 Sjá frétt í vefritinu The Register, dags. 30. október 2006, „Finland convicts 22 in file shar- ing case“, sjá slóðina http://www.theregister.co.uk/2006/10/30/finns_convicted/ og á heimasíðu IFPI, http://www.ifpi.org/content/section_news/20061027a.html. 117 Refsiákvæði í finnskum rétti fyrir höfundaréttarbrot eru tvenns konar. Annars vegar er lögð refsing, sektir eða fangelsi allt að tveimur árum, í 1. gr. 49. kafla finnsku hegningarlaganna, við höfundaréttarbrotum sem framin eru í ágóðaskyni, hins vegar er sektarákvæði í 56. gr. a finnsku höfundalaganna ef brotið varðar ekki við nefnt hegningarlagaákvæði. 118 Finnsku höfundalögunum nr. 404/1961 og ákvæði finnsku hegningarlaganna nr. 39/1889 um brot á höfundarétti var síðast breytt árið 2005 vegna innleiðingar tilskipunar nr. 2001/29/ EB, sjá http://www.minedu.fi/OPM/Tekijaenoikeus/kansainvaelinen_tekijaenoikeus_ja_sopi- mukset/?lang=en, síðast sótt 7. nóvember 2006. 119 Alls var 31 aðili ákærður í þessu tiltekna máli en niðurstaðan var að 21 var sakfelldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.