Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 30
373
5.5 Dómar og úrskurðir dómstólsins fyrir og eftir 2001
Þar sem Baby-Dry-dómurinn var fyrsti dómur dómstólsins um Evrópu-
vörumerki er framkvæmdin fyrir uppkvaðningu dómsins byggð á túlkun á
ákvæði c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar, samhljóða ákvæði c-liðar 1.
mgr. 7. gr. reglugerðarinnar.
5.5.1 Baby-Dry-dómurinn
Í Windsurfing Chiemsee málinu í maí 1999126 fjallaði dómstóllinn um
Chiemsee, nafnið á stærsta stöðuvatni Bayern í Þýskalandi, sem vörumerki
fyrir íþróttafatnað. Málinu var vísað til forúrskurðar hjá dómstólnum af
landsrétti í München skv. 234. gr. Rómarsamningsins (áður 177. gr.).
Í þessu máli benti dómstóllinn á að tilgangur ákvæðis c-liðar 1. mgr. 3.
gr. tilskipunarinnar væri að undirstrika að lýsandi tákn skuli vera til afnota
fyrir alla. Ákvæðið útilokaði þannig að slík tákn mætti taka frá fyrir einn að-
ila með því að skrá þau sem vörumerki. Beiting ákvæðis c-liðar 1. mgr. 3. gr.
tilskipunarinnar væri ekki háð því að fyrir hendi væri raunveruleg, ríkjandi
og brýn nauðsyn á að halda tákni lausu. Á sama hátt væru landfræðileg-
ar tilvísanir ekki sjálfkrafa útilokaðar frá vörumerkjavernd.127 Við túlkun á
ákvæði c-liðar 1. mgr. 3. gr. komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu, til við-
bótar framangreindu, að merki sem samanstæði eingöngu af lýsingu á eig-
inleikum vöru væri ekki skráningarhæft fyrir þá vöru og jafnvel þótt í huga
almennings væru ekki tengsl milli umrædds merkis og vörunnar mætti ekki
skrá merkið ef slík tenging væri nokkuð fyrirsjáanleg í framtíðinni.128
Bent hefur verið á að þessi túlkun virðist ekki vera í samræmi við hina
almennu einkaréttarnálgun um að lýsandi merki megi ekki vera háð einka-
rétti eiganda vörumerkis og að hún hafi á ákveðinn hátt lagt grunninn að
niðurstöðu Baby-Dry-málsins.129 Það má hins vegar halda fram að því sé öf-
ugt farið þar sem dómstóllinn hélt því fram í Windsurfing Chiemsee málinu
að ákvæði b-liðar 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar,130 samhljóða ákvæði b-liðar
12. gr. reglugerðarinnar, hefði ekki ótvírætt gildi við túlkun á ákvæði c-liðar
1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar.131 Með hliðsjón af þessari túlkun á ákvæði 6.
gr. tilskipunarinnar við mat á ákvæði 7. gr. reglugerðarinnar, túlkaði Jacobs
aðallögsögumaður ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar þannig í
126 Sameinuð mál nr. C-108/97 og 109/97, Windsurfing Chiemsee v. Hube, frá 4. maí 1999,
(1999) ECR I-2779.
127 Sami dómur, 25., 35. og 37. mgr.
128 Sami dómur, 37. mgr. Sjá einnig Antill og James (2004), bls. 157.
129 Harmeling (2001), bls. 17.
130 Í ákvæði b-liðar 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar segir: „Skrásetning vörumerkis veitir rétt-
hafa þess ekki heimild til að banna þriðja aðila að nota í viðskiptum upplýsingar um gerð,
gæði, fjölda, áætlaða notkun, verð, upprunaland eða framleiðslutíma vöru, tíma sem þjónusta
var innt af hendi eða aðra eiginleika vöru eða þjónustu.“ Í 2. tl. 1. mgr. 6. gr. vml. er að finna
sambærilega reglu.
131 Sameinuð mál nr. C-108/97 og 109/97, Windsurfing Chiemsee, 28. mgr.