Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 30
373 5.5 Dómar og úrskurðir dómstólsins fyrir og eftir 2001 Þar sem Baby-Dry-dómurinn var fyrsti dómur dómstólsins um Evrópu- vörumerki er framkvæmdin fyrir uppkvaðningu dómsins byggð á túlkun á ákvæði c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar, samhljóða ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. 5.5.1 Baby-Dry-dómurinn Í Windsurfing Chiemsee málinu í maí 1999126 fjallaði dómstóllinn um Chiemsee, nafnið á stærsta stöðuvatni Bayern í Þýskalandi, sem vörumerki fyrir íþróttafatnað. Málinu var vísað til forúrskurðar hjá dómstólnum af landsrétti í München skv. 234. gr. Rómarsamningsins (áður 177. gr.). Í þessu máli benti dómstóllinn á að tilgangur ákvæðis c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar væri að undirstrika að lýsandi tákn skuli vera til afnota fyrir alla. Ákvæðið útilokaði þannig að slík tákn mætti taka frá fyrir einn að- ila með því að skrá þau sem vörumerki. Beiting ákvæðis c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar væri ekki háð því að fyrir hendi væri raunveruleg, ríkjandi og brýn nauðsyn á að halda tákni lausu. Á sama hátt væru landfræðileg- ar tilvísanir ekki sjálfkrafa útilokaðar frá vörumerkjavernd.127 Við túlkun á ákvæði c-liðar 1. mgr. 3. gr. komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu, til við- bótar framangreindu, að merki sem samanstæði eingöngu af lýsingu á eig- inleikum vöru væri ekki skráningarhæft fyrir þá vöru og jafnvel þótt í huga almennings væru ekki tengsl milli umrædds merkis og vörunnar mætti ekki skrá merkið ef slík tenging væri nokkuð fyrirsjáanleg í framtíðinni.128 Bent hefur verið á að þessi túlkun virðist ekki vera í samræmi við hina almennu einkaréttarnálgun um að lýsandi merki megi ekki vera háð einka- rétti eiganda vörumerkis og að hún hafi á ákveðinn hátt lagt grunninn að niðurstöðu Baby-Dry-málsins.129 Það má hins vegar halda fram að því sé öf- ugt farið þar sem dómstóllinn hélt því fram í Windsurfing Chiemsee málinu að ákvæði b-liðar 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar,130 samhljóða ákvæði b-liðar 12. gr. reglugerðarinnar, hefði ekki ótvírætt gildi við túlkun á ákvæði c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar.131 Með hliðsjón af þessari túlkun á ákvæði 6. gr. tilskipunarinnar við mat á ákvæði 7. gr. reglugerðarinnar, túlkaði Jacobs aðallögsögumaður ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar þannig í 126 Sameinuð mál nr. C-108/97 og 109/97, Windsurfing Chiemsee v. Hube, frá 4. maí 1999, (1999) ECR I-2779. 127 Sami dómur, 25., 35. og 37. mgr. 128 Sami dómur, 37. mgr. Sjá einnig Antill og James (2004), bls. 157. 129 Harmeling (2001), bls. 17. 130 Í ákvæði b-liðar 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar segir: „Skrásetning vörumerkis veitir rétt- hafa þess ekki heimild til að banna þriðja aðila að nota í viðskiptum upplýsingar um gerð, gæði, fjölda, áætlaða notkun, verð, upprunaland eða framleiðslutíma vöru, tíma sem þjónusta var innt af hendi eða aðra eiginleika vöru eða þjónustu.“ Í 2. tl. 1. mgr. 6. gr. vml. er að finna sambærilega reglu. 131 Sameinuð mál nr. C-108/97 og 109/97, Windsurfing Chiemsee, 28. mgr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.