Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 41
384 Í Companyline-málinu í september 2002, sem varðaði tryggingar og fjár- málastarfsemi, vísaði dómstóllinn áfrýjun umsækjanda að öllu leyti frá,180 en undirrétturinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að táknið Companyline skorti sérkenni. Niðurstöðuna byggði undirrétturinn á því að táknið, sem eingöngu væri samsett úr orðunum „company“ og „line“, sem bæði væru algeng orð í enskumælandi löndum, væru almenn orð sem þýddu „fyrirtækja- lína“. Það að tengja orðin saman án nokkurrar myndrænnar eða merking- arlegrar breytingar bætti þannig engum viðbótareiginleikum við táknið þannig að heildarmyndin stuðlaði að því að unnt væri að greina þjónustu umsækjandans frá þjónustu annarra aðila. Sú staðreynd að orðið Company- line væri ekki að finna í orðabókum, hvorki sem eitt orð eða á annan hátt, breytti ekki niðurstöðunni. Undirrétturinn sagði síðan að þar sem ákvæði b- liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar ætti við væri ekki nauðsynlegt að kveða á um hvort merkið uppfyllti skilyrði c-liðar 1. mgr. 7. gr.181 Í september og október 2004 var skilyrðið um sérkenni skýrt í tveimur dómum dómstólsins. Fyrri dómurinn fjallaði um hugtakið Sat.2 í tengslum við þjónustu við gervihnattaútsendingar.182 Dómstóllinn hnekkti hér þeim hluta dóms undirréttarins sem varðaði ákvæði b-liðar 1. mgr. 7. gr. reglu- gerðarinnar og sagði að rétturinn hefði mistúlkað ákvæðið. Rökstuðning sinn byggði dómstóllinn á því að við túlkun á ákvæði b-liðar 1. mgr. 7. gr. skyldi líta til hlutverks vörumerkis. Dómstóllinn lagði áherslu á að grund- vallarhlutverk vörumerkis væri að tryggja að kaupandinn, eða endanlegur neytandi, þekkti uppruna vöru, en villtist ekki á merkjum, og gæti þann- ig aðgreint vöruna frá vörum annarra og vísaði til Hoffmann-La Roche málsins frá 1978 og Philips-málsins frá 2002. Ákvæði b-liðar 1. mgr. 7. gr. yrði því að túlka þannig að það útilokaði skráningu vörumerkis sem skorti sérkenni sem eitt og sér gerði því kleift að uppfylla þetta grundvallarhlut- verk. Dómstóllinn benti síðan á að skilyrði 1. mgr. 7. gr. væru óháð hvert öðru og krefðust sérstakrar skoðunar hvert um sig. Að baki ákvæði b-lið- ar 1. mgr. 7. gr. væru augljóslega hagsmunir sem væru óaðskiljanlegir frá grundvallarhlutverki vörumerkis. Að lokum komst dómstóllinn að því að við mat á skráningarhæfi orðmerkis eða merkis sem samanstæði af bók- og tölustöfum mætti meta sérkenni hvers hlutar fyrir sig en í öllum tilvikum yrði að meta heildarmyndina. Þetta þýddi að þrátt fyrir að hvern þessara hluta skorti sérkenni þegar hann væri metinn sérstaklega þyrfti það ekki að þýða að samsetningin gæti ekki haft sérkenni.183 Í þessu sambandi vísaði dómstóllinn til Biomild- og Postkantoor-málanna.184 180 Mál nr. C-104/00, DKV Deutsche Krankenversicherung AG, frá 19. september 2002, (2002) ECR I-7561 (Companyline). 181 Mál nr. T-19/99, DKV Deutsche Krankenversicherung AG v. OHIM, frá 12. janúar 2000, (2000) ECR II-1, 26., 28. og 31. mgr. (Companyline). 182 Mál nr. C-329/02 P, Sat.2. 183 Sami dómur, 23., 25., 27. og 28. mgr. 184 Mál nr. C-363/99, Postkantoor, 99.-100. mgr. og mál nr. C-265/00, Biomild, 40.-41. mgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.