Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 52
395
stóllinn legði áherslu á varnir sem mótvægi, þannig að reglugerðin tryggði
notkun lýsandi merkja í samræmi við góða viðskiptahætti.
Colomer aðallögsögumaður hefur hins vegar aðhyllst meira takmark-
andi nálgun á skráningarhæfi, sbr. álit hans í Companyline-, Philips- og Post-
kantoor-málunum224 þar sem hann leggur áherslu á frjálsan aðgang að hag-
nýtum og lýsandi táknum. Í Companyline-málinu hafnaði hann því að dregið
væri úr hættunni á að ákveðnir viðskiptaaðilar fái einkarétt á einstökum lýs-
andi merkjum með þeim takmörkunum sem lýst er í 12. gr. reglugerðarinn-
ar. Hann hélt því fram að reglugerðin tryggði ekki notkun lýsandi merkja í
samræmi við góða viðskiptahætti og gekk svo langt að segja að ef deilt yrði
um þessi atriði og byggt á ákvæðum 12. gr. væri ekki vafi á að eigandi vöru-
merkis mundi alltaf hafa betur. Hann benti ennfremur á að þær hindranir
sem eru á skráningu samkvæmt Evrópulöggjöfinni, og hið umfangsmikla
áfrýjunarkerfi sem til staðar væri, bentu til þess að rannsókn eða mati á
skráningarhæfi væri ætlað að vera meira en yfirborðskennt. Reglugerðin og
tilskipunin settu fram flókin viðmið sem uppfylla yrði til að orðmerki fengist
skráð.225 Dómstóllinn staðfesti þessa túlkun á b-lið 12. gr. reglugerðarinn-
ar í Das Prinzip der Bequemlichkeit málinu226 og á 6. gr. tilskipunarinnar í
Libertel-málinu.227
Þetta eru dæmi um tvær andstæðar kenningar en nauðsynlegt er að viður-
kenna að áhrif Baby-Dry-dómsins urðu að hluta til tímabundin þar sem
síðan hafa gengið dómar þar sem önnur túlkun og skýrari er ráðandi. Aðal-
lögsögumennina tvo sem nefndir hafa verið má telja fulltrúa þessara mis-
munandi kenninga og því má halda fram að ráðgjöf til dómstólsins á sviði
vörumerkjaréttar hafi ekki verið samræmd.
7.3 Lokaorð
Til að draga saman vangaveltur um hvort b- og c-liðir 1. mgr. 7. gr. reglu-
gerðarinnar eru víxlverkandi eða hvort þá eigi að túlka og beita sjálfstætt
þarf að huga að eftirfarandi:
Ef hugtak er lýsandi ætti að vera nægilegt að beita eingöngu c-lið 1. mgr.
7. gr. Fordæmin sýna þó að ef merki hefur verið talið lýsandi og túlkun á
b-lið 1. mgr. 7. gr. er á því byggð, getur túlkunin á b-lið verið talin röng ef
málið sætir áfrýjun og merkið er ekki talið lýsandi á því stigi. Dómstóllinn
hefur staðfest með túlkun á c-lið 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar, samhljóða
c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, að ákvæði b-, c- og d-liðar 1. mgr. 3. gr.
tilskipunarinnar skarist greinilega þótt sérhvert þessara skilyrða fyrir synj-
224 Mál nr. C-104/00, Companyline, 36. mgr. álitsins, C-299/99, Philips, 31. mgr. álitsins og
C-363/99, Postkantoor, 73. mgr. álitsins. Sjá einnig Antill og James (2004), bls. 158.
225 Mál nr. C-104/00, Companyline, 85.-86. mgr. álitsins.
226 Mál nr. C-64/02 P, Das Prinzip der Bequemlichkeit, 45. mgr.
227 Mál nr. C-104/01, Libertel, 58.-59. mgr.