Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 52
395 stóllinn legði áherslu á varnir sem mótvægi, þannig að reglugerðin tryggði notkun lýsandi merkja í samræmi við góða viðskiptahætti. Colomer aðallögsögumaður hefur hins vegar aðhyllst meira takmark- andi nálgun á skráningarhæfi, sbr. álit hans í Companyline-, Philips- og Post- kantoor-málunum224 þar sem hann leggur áherslu á frjálsan aðgang að hag- nýtum og lýsandi táknum. Í Companyline-málinu hafnaði hann því að dregið væri úr hættunni á að ákveðnir viðskiptaaðilar fái einkarétt á einstökum lýs- andi merkjum með þeim takmörkunum sem lýst er í 12. gr. reglugerðarinn- ar. Hann hélt því fram að reglugerðin tryggði ekki notkun lýsandi merkja í samræmi við góða viðskiptahætti og gekk svo langt að segja að ef deilt yrði um þessi atriði og byggt á ákvæðum 12. gr. væri ekki vafi á að eigandi vöru- merkis mundi alltaf hafa betur. Hann benti ennfremur á að þær hindranir sem eru á skráningu samkvæmt Evrópulöggjöfinni, og hið umfangsmikla áfrýjunarkerfi sem til staðar væri, bentu til þess að rannsókn eða mati á skráningarhæfi væri ætlað að vera meira en yfirborðskennt. Reglugerðin og tilskipunin settu fram flókin viðmið sem uppfylla yrði til að orðmerki fengist skráð.225 Dómstóllinn staðfesti þessa túlkun á b-lið 12. gr. reglugerðarinn- ar í Das Prinzip der Bequemlichkeit málinu226 og á 6. gr. tilskipunarinnar í Libertel-málinu.227 Þetta eru dæmi um tvær andstæðar kenningar en nauðsynlegt er að viður- kenna að áhrif Baby-Dry-dómsins urðu að hluta til tímabundin þar sem síðan hafa gengið dómar þar sem önnur túlkun og skýrari er ráðandi. Aðal- lögsögumennina tvo sem nefndir hafa verið má telja fulltrúa þessara mis- munandi kenninga og því má halda fram að ráðgjöf til dómstólsins á sviði vörumerkjaréttar hafi ekki verið samræmd. 7.3 Lokaorð Til að draga saman vangaveltur um hvort b- og c-liðir 1. mgr. 7. gr. reglu- gerðarinnar eru víxlverkandi eða hvort þá eigi að túlka og beita sjálfstætt þarf að huga að eftirfarandi: Ef hugtak er lýsandi ætti að vera nægilegt að beita eingöngu c-lið 1. mgr. 7. gr. Fordæmin sýna þó að ef merki hefur verið talið lýsandi og túlkun á b-lið 1. mgr. 7. gr. er á því byggð, getur túlkunin á b-lið verið talin röng ef málið sætir áfrýjun og merkið er ekki talið lýsandi á því stigi. Dómstóllinn hefur staðfest með túlkun á c-lið 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar, samhljóða c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, að ákvæði b-, c- og d-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar skarist greinilega þótt sérhvert þessara skilyrða fyrir synj- 224 Mál nr. C-104/00, Companyline, 36. mgr. álitsins, C-299/99, Philips, 31. mgr. álitsins og C-363/99, Postkantoor, 73. mgr. álitsins. Sjá einnig Antill og James (2004), bls. 158. 225 Mál nr. C-104/00, Companyline, 85.-86. mgr. álitsins. 226 Mál nr. C-64/02 P, Das Prinzip der Bequemlichkeit, 45. mgr. 227 Mál nr. C-104/01, Libertel, 58.-59. mgr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.