Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Blaðsíða 51
394
Áhrif á túlkun eru annað mikilvægt atriði og Baby-Dry-dómurinn hafði
sjálfkrafa áhrif á túlkun í aðildarríkjum ESB, en hefur einnig orsakað breyt-
ingar á skráningarframkvæmd utan ESB. Gott dæmi um þetta er orðasam-
bandið góðan daginn fyrir appelsínusafa, en skráningarhæfi þess á sænsku,
God Morgon, appelsinjuice med fruktkött, var metið af Hæstarétti Noregs
árið 2002.221 Þetta hugtak getur ekki talist lýsandi fyrir appelsínusafa, fremur
en brauð eða ýmsar tegundir morgunkorns sem almennt er borðað í morg-
unmat, en skortir það sérkenni? Hæstiréttur Noregs komst að því að svo væri
ekki, eftir að hann hafði t.d. vísað til fordæma undirréttarins. Því hefur verið
haldið fram að rétturinn hafi þarna lækkað þröskuldinn við mat á sérkenni
og var dómurinn mjög umdeildur í Noregi.222 Þá eru áhrif dóma dómstólsins
á íslenskan vörumerkjarétt ótvíræð eins og að framan er rakið.
Síðari dómar dómstólsins og undirréttarins hafa frekar fjarlægst þau við-
mið sem byggt var á í Baby-Dry-dómnum og umdeild atriði hans hafa verið
skýrð nánar. Ljóst er að skiptar skoðanir um skráningarhæfi vörumerkja
verða alltaf uppi og réttara er að skoða dóma eins og Baby-Dry-dóminn í
víðara samhengi, líta á hann sem nauðsynlegan í þróun vörumerkjaréttar og
taka með í reikninginn þróun markaðarins og nýjar áherslur.
7.2.2 Íhaldssöm og takmarkandi nálgun
Þeir sem aðhyllast einkaréttarlega nálgun eru á þeirri skoðun að lýsandi
vörumerki eigi ekki að skrá eða vernda og þannig megi koma í veg fyrir að
tungumálið verði einkaréttur fárra viðskiptaaðila. Undirliggjandi hugmynd
er þá að eftir því sem eigandi vörumerkis fær meiri rétt til að hindra notkun
þriðja aðila, því meiri tilhneiging verður til að taka frá lýsandi merki sem
allir ættu að mega nota.223
Samkvæmt áliti Jacobs aðallögsögumanns í Baby-Dry-málinu taldi hann
að undirrétturinn hefði að mestu fylgt einkaréttarlegu nálguninni við mat
á skráningarhæfi vörumerkja. Áður hafði henni verið fylgt af dómstólum í
mörgum ríkjum, þar á meðal í sumum aðildarríkjum ESB. Hins vegar ætti
það ekki við með hliðsjón af 12. gr. reglugerðarinnar sem kæmi í veg fyrir að
eigendur bönnuðu notkun merkja af þeirri tegund sem lýst er í c-lið 1. mgr.
7. gr. reglugerðarinnar.
Í Baby-Dry-dómnum hélt dómstóllinn því fram, eftir að hafa vísað til
7. og 12. gr., að hlutverk banns við skráningu merkja sem eingöngu væru
lýsandi væri að koma í veg fyrir skráningu tákna sem gætu ekki uppfyllt
það hlutverk að auðkenna þá sem markaðssetja þau og merkin skorti því
sérkenni fyrir það hlutverk. Dómurinn hefur verið skilinn þannig að dóm-
221 Dómur Hæstaréttar Noregs frá 11. apríl 2002, Staten v/ Nærings- og handelsdepartementet
v. Jo-Bolaget Fruktprodukter HB. Sjá Stenvik, A.: „Fra norsk rettspraksis“. 3 NIR (2002) bls.
313-323.
222 Gundersen, A.: „Norsk varemerkerett i lys av EU-utviklingen“. 1 NIR (2005), bls. 109.
223 Pfeiffer (2002), bls. 373.