Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 51
394 Áhrif á túlkun eru annað mikilvægt atriði og Baby-Dry-dómurinn hafði sjálfkrafa áhrif á túlkun í aðildarríkjum ESB, en hefur einnig orsakað breyt- ingar á skráningarframkvæmd utan ESB. Gott dæmi um þetta er orðasam- bandið góðan daginn fyrir appelsínusafa, en skráningarhæfi þess á sænsku, God Morgon, appelsinjuice med fruktkött, var metið af Hæstarétti Noregs árið 2002.221 Þetta hugtak getur ekki talist lýsandi fyrir appelsínusafa, fremur en brauð eða ýmsar tegundir morgunkorns sem almennt er borðað í morg- unmat, en skortir það sérkenni? Hæstiréttur Noregs komst að því að svo væri ekki, eftir að hann hafði t.d. vísað til fordæma undirréttarins. Því hefur verið haldið fram að rétturinn hafi þarna lækkað þröskuldinn við mat á sérkenni og var dómurinn mjög umdeildur í Noregi.222 Þá eru áhrif dóma dómstólsins á íslenskan vörumerkjarétt ótvíræð eins og að framan er rakið. Síðari dómar dómstólsins og undirréttarins hafa frekar fjarlægst þau við- mið sem byggt var á í Baby-Dry-dómnum og umdeild atriði hans hafa verið skýrð nánar. Ljóst er að skiptar skoðanir um skráningarhæfi vörumerkja verða alltaf uppi og réttara er að skoða dóma eins og Baby-Dry-dóminn í víðara samhengi, líta á hann sem nauðsynlegan í þróun vörumerkjaréttar og taka með í reikninginn þróun markaðarins og nýjar áherslur. 7.2.2 Íhaldssöm og takmarkandi nálgun Þeir sem aðhyllast einkaréttarlega nálgun eru á þeirri skoðun að lýsandi vörumerki eigi ekki að skrá eða vernda og þannig megi koma í veg fyrir að tungumálið verði einkaréttur fárra viðskiptaaðila. Undirliggjandi hugmynd er þá að eftir því sem eigandi vörumerkis fær meiri rétt til að hindra notkun þriðja aðila, því meiri tilhneiging verður til að taka frá lýsandi merki sem allir ættu að mega nota.223 Samkvæmt áliti Jacobs aðallögsögumanns í Baby-Dry-málinu taldi hann að undirrétturinn hefði að mestu fylgt einkaréttarlegu nálguninni við mat á skráningarhæfi vörumerkja. Áður hafði henni verið fylgt af dómstólum í mörgum ríkjum, þar á meðal í sumum aðildarríkjum ESB. Hins vegar ætti það ekki við með hliðsjón af 12. gr. reglugerðarinnar sem kæmi í veg fyrir að eigendur bönnuðu notkun merkja af þeirri tegund sem lýst er í c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Í Baby-Dry-dómnum hélt dómstóllinn því fram, eftir að hafa vísað til 7. og 12. gr., að hlutverk banns við skráningu merkja sem eingöngu væru lýsandi væri að koma í veg fyrir skráningu tákna sem gætu ekki uppfyllt það hlutverk að auðkenna þá sem markaðssetja þau og merkin skorti því sérkenni fyrir það hlutverk. Dómurinn hefur verið skilinn þannig að dóm- 221 Dómur Hæstaréttar Noregs frá 11. apríl 2002, Staten v/ Nærings- og handelsdepartementet v. Jo-Bolaget Fruktprodukter HB. Sjá Stenvik, A.: „Fra norsk rettspraksis“. 3 NIR (2002) bls. 313-323. 222 Gundersen, A.: „Norsk varemerkerett i lys av EU-utviklingen“. 1 NIR (2005), bls. 109. 223 Pfeiffer (2002), bls. 373.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.