Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 103

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 103
446 Undirritaðir staðfesta hér með, að við opnun umslaga samkvæmt 1. tölul. ofangreinds samkomulags kom í ljós að JS mat verðmæti jarðarinnar allrar kr. 45.500.002, SS mat hana á kr. 65.050.000 og SJ mat hana á kr. 52.544.444. Sam- kvæmt því skal SS greiða kr. 32.525.000 fyrir eignarhluta JS og kr. 16.262.500 fyrir eignarhluta SS í jörðinni, sbr. 2. tölulið samkomulagsins. Framangreint staðfest rétt: Reykjavík 13. júní 2005 [undirskriftir og vottar]“ 6. HVERNIG FELLUR NIÐURSTAÐAN AÐ REGLUM UM STOFNUN KAUPSAMNINGS UM FASTEIGN OG RÉTTARÁHRIF HANS? 6.1 Hvaða reglur gilda um kaup á hluta fasteignar? Fkpl. gilda um kaup á fasteignum, að því leyti, sem ekki er á annan veg mælt í lögum. Af því leiðir, að þau gilda ekki um nauðungarsölu fasteignar á uppboði, sbr. 2. þátt laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991.14 Þau myndu á hinn bóginn gilda um frjálsa sölu, þótt eigandi myndi ákveða að hún skyldi fara fram með uppboði á fasteigninni, enda er slík sala ekki undanskilin í lögum.15 Í málinu var um að ræða kaup á hluta fasteignar. Um stærð þess hluta sem keyptur var fór nokkuð eftir því, hver byði hæst, hann gat stærstur orðið 75%, en minnstur 50%. Fkpl. gilda ekki aðeins um kaup á fasteign í heild, heldur einnig um hluta fasteignar, svo sem berlega er tekið fram í 1. gr. Þar segir, að lögin gildi ,,[...] um kaup og skipti á hlutum í fasteign, eftir því sem við getur átt“. Þetta er skýrt nánar í athugasemdum, sem fylgdu frum- varpi því er síðar varð að fkpl. á þann hátt, að þetta sé eðlileg regla og taki bæði til tilvika þar sem keyptur er ,,[...] hluti í fasteign, sem er í óskiptri sam- eign og einnig skilgreindur hluti fasteignar“.16 Sömu reglur gilda að þessu leyti í norskum og finnskum lögum um fasteignakaup.17 Af framangreindu er ljóst, að fkpl. gilda um þann samning, sem málið varðar. 6.2 Stofnaðist kaupsamningur milli aðilja? Eins og fram kemur í atvikalýsingunni að framan og samkomulagi því, sem aðiljarnir gerðu, áttu þeir að leggja fram skriflegt tilboð í eignarhluta hinna í jörðinni. Þegar umslögin með tilboðsfjárhæðum höfðu verið opnuð 14 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1451. 15 Um gildissvið norskra laga um fasteignakaup að þessu leyti má vísa til: Stein Rognlien: Avhendingslova, kommentar til lov om avhending (kjøp og salg) af fast eiendom, bls. 19. 16 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1451. 17 Sbr. 1. mgr. í gr. 1.1 í lov om avhending av fast eigedom, nr. 93/1992, og 2. gr. 1. hluta (finnska) Jordabalken nr. 540/1995, sem fjallar um eigendaskipti að fasteignum. Sjá og Trygve Bergsåker: Kjøp av fast eiendom, med kommentarer til avhendingsloven, bls. 53.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.