Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 24
367
geislastýringar fyrir búnað í byggingariðnaði og landbúnaði, væri lýsandi og
því ekki hæft til skráningar skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Nefndin
benti á að hvert merki þyrfti að meta á grundvelli aðstæðna hverju sinni og
að ekki væri hægt að andmæla niðurstöðu ákvörðunar á grundvelli þess að í
öðrum ákvörðunum virtist hafa verið beitt annarri og frjálslegri nálgun við
mat á skráningarhæfi vörumerkis.
Áfrýjunarnefnd staðfesti í nóvember 1998, í Companyline-málinu,103 þar
sem óskað var skráningar fyrir tryggingar- og fjármálastarfsemi, að Comp-
anyline væri ekki hæft til skráningar sem Evrópuvörumerki þar sem merkið
skorti sérkenni skv. b-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Í úrskurðinum er
lagt til grundvallar að framsetningin „gefa til kynna“ í c-lið 1. mgr. 7. gr.
reglugerðarinnar sýni að synja skuli umsókn um skráningu merkis ef það
geti í viðskiptum gefið til kynna eiginleika vöru, án þess að nauðsynlegt sé
að sýna fram á að merkið sé í reynd notað eða það sé nauðsynlegt fyrir við-
komandi viðskipti.
Nokkru síðar var því haldið fram í hinum umdeilda Netmeeting-úr-
skurði,104 í tengslum við t.d. tölvuforrit og margmiðlun, að jafnvel þótt
ákvæði 7. gr. reglugerðarinnar gætu skarast skyldi túlka og beita þeim
hverju fyrir sig. Þetta þýddi hins vegar ekki að fleiri en ein rök fyrir synjun
skráningar gætu ekki átt við. Í þessum úrskurði var sérstaklega tekið fram
að með orðunum „…sem geta í viðskiptum gefið til kynna…“ væri vísað til
tiltekinna viðskipta, jafnvel þótt þau væru ekki hugsuð sem raunveruleg við-
skipti. Þetta þýddi að lýsandi merki gæti fengist skráð sem vörumerki ef það
væri notað fyrir óskyldar vörur, notað á frumlegan hátt eða sameinað einu
eða fleiri lýsandi merkjum þannig að niðurstaðan yrði nýtt orð án ótvíræðr-
ar merkingar eða skiljanlegrar tilvísunar til ákveðinnar vöru eða þjónustu.
Nefndin komst síðan að þeirri niðurstöðu að samsetta orðið Netmeeting
gæfi hvorki til kynna beina samsvörun við hina tilteknu vöru né gæfi það
eingöngu til kynna áætlaða notkun eða aðra eiginleika.
Í úrskurði frá desember 1998, um merkið Siteproducer fyrir tölvuforrit,
forritaþróun ofl.,105 lagði nefndin áherslu á að vörumerkið yrði að skoða
sem heild og hélt því fram að skilaboðin sem komið væri á framfæri með
merkinu Siteproducer væru einföld, skýr og afdráttarlaus og fælu ekki í sér
neina dulda tilvísun. Orðin „site“ og „producer“, ein sér eða samsett, yrðu
að vera frjáls til afnota fyrir alla og gætu ekki verið háð einkarétti umsækj-
anda vörumerkisins. Í þessum úrskurði var ekki byggt á ákvæði c-liðar 1.
mgr. 7. gr. reglugerðarinnar heldur ákvæði b-liðar sömu greinar um skort á
sérkenni.
Nokkru áður en undirrétturinn dæmdi í Baby-Dry-málinu í júlí 1999
komst áfrýjunarnefnd að þeirri niðurstöðu að orðið Doublemint, m.a. fyr-
103 Úrskurður R 72/1998-1 frá 18. nóvember 1998, Companyline, 20. mgr.
104 Úrskurður R 26/1998-3 frá 27. nóvember 1998, Netmeeting, 17.-18. og 28. mgr.
105 Úrskurður R 107/1998-3 frá 8. desember 1998, Siteproducer, 14. mgr.