Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 31
374 áliti sínu í Baby-Dry-málinu að það kæmi í veg fyrir skráningu tákna eða merkja sem væru eingöngu eða fullkomlega lýsandi fyrir eiginleika viðkom- andi vöru eða þjónustu. Hann hélt því ennfremur fram að skv. b-lið 12. gr. reglugerðarinnar mættu vörumerki innihalda lýsandi tákn eða merki. Ef svo væri ekki hefði greinin engan tilgang. Því útilokaði ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar vörumerki sem samanstæðu eingöngu af lýsandi tákn- um og skorti þar með sérkenni.132 Í áliti Jacobs aðallögsögumanns í Baby-Dry-málinu færði hann og rök fyrir því að þótt aðalhlutverk bleyja væri að halda börnum þurrum væri hugtakið Baby-Dry ekki notað í daglegu máli til að vísa til bleyja eða hlut- verks þeirra. Niðurstaða hans var í reynd sú að orðin minntu ekki sjálfkrafa á bleyjur, þau gætu t.d. vísað til regnhlífa fyrir kerrur eða þurrkara. Þótt bleyjur væru hannaðar með það í huga að halda börnum þurrum taldi aðal- lögsögumaðurinn að orðin Baby-Dry væru m.a óvenjuleg samsetning.133 Af þessum ástæðum komst hann að þeirri niðurstöðu að dómur undirréttarins væri rangur.134 Í Baby-Dry-dómnum135 vísaði dómstóllinn fyrst til 1. mgr. 7. gr. og 12. gr. reglugerðarinnar og ályktaði að væru þessar greinar túlkaðar saman væri ljóst að tilgangur banns við skráningu tákns, sem væri eingöngu lýsandi, sem vörumerkis væri að koma í veg fyrir skráningu sem gæti ekki uppfyllt það hlutverk að auðkenna fyrirtækið sem í hlut ætti og merkið skorti því sérkenni fyrir það hlutverk. Ákvæðin væru því samrýmanleg ákvæðum 4. gr. reglugerðarinnar, sem felur í sér að hægt er að eigna sér tákn, og tákn- in sem vísað er til í c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar væru því eingöngu þau sem geta við eðlilega notkun gefið neytendum til kynna um hvaða vöru eða þjónustu er að ræða, annaðhvort beint eða með skírskotun til eins af eiginleikum hennar. Því skyldi ekki synja umsókn um skráningu merkis sem samanstendur af lýsandi táknum nema samsetning þeirra sé á engan hátt frábrugðin því hvernig vara eða þjónusta, eða eiginleikar hennar, er kynnt neytendum.136 Dómstóllinn neitaði að meta eingöngu einstök tákn sem merkið væri samsett úr og hélt því fram að „sérhver merkjanlegur munur“ milli orða- samsetningarinnar sem sótt væri um skráningu á og hugtaka sem neytendur nota í „daglegu máli“ um vöruna eða þjónustuna eða grundvallareiginleika hennar væri líklegur til að „veita orðasamsetningunni sérkenni“ svo hún 132 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 81. mgr. álitsins. Sjá einnig Gielen, C.: „European Com- munity: Trade Marks - Possible Shift in Interpretation of Non-Descriptive“. (2001) E.I.P.R, bls. 143. 133 Sama álit, 86. og 90. mgr., en þar segir m.a.: „….extremely elliptical in nature, of unusual structure and resitant to any intuitive grammatical analysis“. 134 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 86. og 90. mgr. álitsins. Sjá einnig Kilbey (2002), bls. 494. 135 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 37. mgr. dómsins. 136 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 37.-39 mgr. dómsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.