Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 46
389
eingöngu til þeirrar vöru eða þjónustu sem merkið hefur í raun verið notað
fyrir og geti því aðeins fengist skráð fyrir þá vöru eða þjónustu.
Í úrskurðinum var beitt sömu viðmiðum og í Silk Essentials málinu nr.
12/2004, við mat á því hvort orðið úrvalsvísitala væri lýsandi eða ekki, þ.e.
þeim viðmiðum sem skilgreind voru í áliti Jacobs aðallögsögumanns í Dou-
blemint-málinu. Talið var að orðið úrvalsvísitala væri mjög líklegt til að vera
notað sem almenn lýsing á vísitölu sem reiknuð er af úrvali fyrirtækja, þ.e.
vísitölu valinna fyrirtækja, sbr. þá staðreynd að orðið hefur ratað í Íslenska
orðabók frá 2002. Orðið aðallisti væri almennt notað og gagnsætt og telja
yrði að allur almenningur yrði fljótur að átta sig á til hvaða eiginleika vísitölu
væri vísað við notkun viðkomandi orðasambands. Einnig yrði að telja að
viðkomandi eiginleikar, þ.e. að um útvalda vísitölu af aðallista væri að ræða,
væru mikilvægir þegar litið væri til meðferðar og umfjöllunar um vísitölur.
Hins vegar yrði við mat á skráningarhæfi vörumerkja að taka tillit til
hvort sérkenni hefði skapast við notkun, sbr. 2. mgr. 13. gr. vml. Þegar um
lýsandi orðasamband væri að ræða yrði ekki talið að slíkt merki gæti öðlast
nægilegt sérkenni til skráningar fyrr en það hefði fengið yfirfærða merkingu
með markaðsfestu, sbr. t.d. Morgunblaðið. Álitamál væri þó hvenær merk-
ing hefur yfirfærst þannig. Fyrir nefndina voru lögð ítarleg gögn frá tíma-
bilinu 1. mars 1998 til áramóta 2005-2006, sem áttu að sýna notkun orða-
sambandsins úrvalsvísitala aðallista sem vörumerkis í tengslum við starfsemi
áfrýjanda með vísitölur. Við mat á gögnunum var eingöngu talið unnt að
taka tillit til notkunar umrædds orðmerkis fyrir umsóknardag 4. júní 2002
og var vísað til fyrri úrskurðar nefndarinnar í því sambandi. Gögnin leiddu í
ljós að orðið úrvalsvísitala hefði verið í stöðugri notkun sem heiti á þjónustu
áfrýjanda fyrir umsóknardag og því var það mat nefndarinnar að þau leiddu
að því yfirgnæfandi líkur að á umsóknardegi hefðu þeir aðilar sem afskipti
og þekkingu hafa á verðbréfamarkaði hér á landi talið orðið úrvalsvísitala
vörumerki áfrýjanda í tengslum við starfsemi hans með vísitölur. Gögnin
leiddu hins vegar ekki í ljós að sama gilti um orðasambandið úrvalsvísitala
aðallista. Þó var talið, í ljósi þess að orðið úrvalsvísitala teldist hafa áunnið
sér sérkenni á grundvelli 2. mgr. 13. gr. vml., að orðasambandið í heild væri
skráningarhæft, sbr. 1. mgr. 15. gr. vml. Niðurstaða nefndarinnar var því sú
að skrá mætti orðasambandið úrvalsvísitala aðallista fyrir þá starfsemi sem
orðhlutinn úrvalsvísitala hefði öðlast markaðsfestu fyrir.
hefur verið notað fyrir og geti því aðeins verið skráð í samræmi við það.“ Alþt. 1996-1997, A-
deild, bls. 2089-2090.