Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 10
353 skráð og/eða hvort merki skorti sérkenni eru hluti skilyrða sem skráningar- yfirvöld skráningarskrifstofu ESB meta að eigin frumkvæði, ex officio. Til að skoða hvaða viðmið gilda við mat á skilyrðum skráningar Evr- ópuvörumerkis verður rannsakaður sérstaklega umdeildur dómur, Baby- Dry-dómurinn frá 20. september 2001,19 en hann var fyrsti dómurinn um Evrópuvörumerkið sem kveðinn var upp af dómstólnum. Málið fjallaði um skráningu merkisins Baby-Dry fyrir bleyjur. Vafi lék á um sérkenni merkisins skv. b-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar og hvort það væri lýsandi skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. Dómstóllinn taldi að undirrétturinn hefði túlkað reglugerðina ranglega með því að staðfesta úrskurð áfrýjunarnefndar um að Baby-Dry væri ekki hæft til skráningar sem Evrópuvörumerki á grundvelli c-liðar 1. mgr. 7. gr. um lýsandi merki. Við túlkun á framangreindum ákvæðum vakti dómstóllinn upp margar spurningar, sérstaklega með því að túlka ákvæðin ekki sjálfstætt. Hér verða skoðaðar ýmsar ákvarðanir skráningarskrifstofu ESB og dóm- ar undirréttarins og dómstólsins, þar með talin álit aðallögsögumanna,20 bæði fyrir og eftir Baby-Dry-málið. Einnig verða skoðuð mál, bæði eldri og yngri, þar sem samhljóða ákvæði tilskipunarinnar hafa verið túlkuð í for- úrskurðum dómstólsins, en þeim málum hefur verið vísað til dómstólsins með vísan til 234. gr. Rómarsamningsins (áður 177. gr.).21 Áhrif Baby-Dry- dómsins og síðari dóma og forúrskurða á íslenskan rétt verða einnig metin hér í greininni. 2. SKRÁNINGARKERFI EVRÓPUVÖRUMERKIS 2.1 Áhrifin á innri markaðinn Á áttunda og níunda áratug 20. aldar einkenndist þróun réttarkerfis Evr- ópusambandsins fyrst og fremst af dómafordæmum en ekki beinni lagasetn- ingu og litið hefur verið á innri markaðinn sem lykilatriði í þessu samhengi. Með ákveðnum grundvallardómum voru viðskiptahindranir fjarlægðar og dómstóllinn hvatti eða jafnvel knúði löggjafann til að bregðast við. Margir þessara dóma eru samofnir túlkun á löggjöf innri markaðarins og gott dæmi um gagnkvæm áhrif löggjafar og dóma má finna á sviði vörumerkja þar sem tilskipun um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki frá 1988 tók við af meginreglum um frjálst flæði vöru sem byggðar voru á dómafor- dæmum.22 19 Mál C-383/99 P, Procter & Gamble Company v. OHIM, frá 20. september 2001, (2001) ECR I-6251 (Baby-Dry). 20 Enska: Advocate General. 21 Í 234. gr. Rómarsamningsins segir m.a.: „The Court of Justice shall have jurisdiction to give preliminary rulings concerning (a) the interpretation of this Treaty…Where such a ques- tion is raised before any court or tribunal of a Member State, that court or tribunal may, if it considers that a decision on the question is necessary to enable it to give judgment, request the Court of Justice to give a ruling thereon.“ 22 Jacobs, F.G.: „The Evolution of the European Legal Order“. 41 CMLRev (2004), bls. 304.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.