Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 18

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 18
Hugmyndin er að því leyti bylting gegn fínhúsahugsun landans að hér er um að ræða hús sem seint eða aldrei verður fullgert að innan, en samt tekið til notkunar fyrr en nokkurt annað hús. Fjármagns- kostnaðurinn þarf því aðeins að miðast við gerð og byggingartíma veðurhjúpsins. Hús sem seint eða aldrei verður fullmótað innandyra er auðvitað mun breytanlegra en „endanleg“ hús. Þaðmát.d. byrjaáþvíaðflytja inn í veðurhjúpinn, með einu hjólhýsi. Ur því er síðan hægt að reisa eitt herbergi í einu eftir þörfum innandyra. EKKI LAUSN FYRIR ALLA Gleymum því ekki að hér er alls ekki verið að bjóða upp á hús eins ogviðþekkjumnú. Þvíerþettaalls ekki lausn fyrir alla. T.d. þá sem ekki geta gert hluti í ósamræmi við ríkj andi aðstæður. Markaðslega eru þessi hús því lítilsvirði, og a.m.k. fyrstu 20 árin. Síðan geta þau orðið dýr á markaðnum, standi þau sig betur en önnur hús vegna að- stæðnanna. Það sem málið snýst um er einfaldlega þetta: Viljum við byggj a hús til þess að þjóna markaðs- lögmálum, hversu illa sem okkur annars kann að líða í slíkum húsum, eða viljum við grípa til okkar ráða , okkar eigin lausna í þessum málum, okkur til vellíðunar og ánægju, svo fremi sem við getum þannig auð- veldað okkur fjármögnun húsanna með hefðbundnum aðferðum? Okkar er valið. ■ 16

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.