Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Qupperneq 58

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Qupperneq 58
starfsemi sem þar á að vera og loks hvaðagildi þaðhefurfrásjónarmiði skipulags, umhverfis og fagurfræði. Eg tel því útboð ekki æskilegt, nema íþeimtilvikumþarsem annaðhvort er hægt að skilgreina hönnunar- vinnuna vel eða að tilboðum fylgi tillögur sem þá eru metnar og matið tekið til skoðunar jafnframt tilboðsverðum. Síðari aðferðin hefur verið notuð hjá Reykja- víkurborg í nokkrum alútboðum með allgóðum árangri. Þá er gefin einkunn fyrir tillögur áður en verðtilboð eru opnuð. Annan kost hafa hönnunarútboð ótvírætt en hann er sá að samning útboðsgagna hvetur verkkaupa til að taka afstöðu til ýmissa forsendna þegar í upphafi. Þetta gildir einnig um alútboð. I verkefnastjórnunarfræðum er okkur kennt að ef verkefnið er „rútína" þá skaltu nota „kerfið" - kerfiskarlar hver í sínum kassa gera hver sitt eins og þeir eru vanir. Þegar verkefnið er nýtt eða einstakt, ber að nota aðferðir verkefna- stjórnarinnar sem lætur enga spurningu framhjá sér fara. Með öðrum orðum, ef víst er að skólastarf skuli áfram vera með þeim hætti sem er þekkt að stærðir skólans eigi að vera eftir staðli og skólahúsið skuli vera af ákveðinni gerð, t.d. tvær hæðir með valmaþaki, þá er hagstætt að bjóða út hönnunina, ef ekki eru ýmsar aðrar leiðir greiðfærari. Ef þessar forsendur eru ekki til staðar, en samt er áhugi fyrir hönnunarútboði, má hugsa sér að ráða arkitekt til að gera forteikiv ingar en bjóða síðan hönnun út. Líklegt er að útboðum á hönnun muni fara fj ölgandi. Ég tel óæskilegt að fyrstu árin verði þar um að ræða meira en 10-20% af þeirri hönnunarvinnu sem Reykjavíkur- borg kaupir að. Á árinu 1990 var aðkeypt vinna arkitekta og verkfræðinga hjá Reykjavíkurborg tæpar 750 millj. kr. en líklega hefur hún sjaldan verið meiri enda bæði Ráðhús Reykjavíkur, Nesjavalla- virkjun og Perlan þá í hönnun, samtals með rúm 40% af ofan- greindri upphæð. Á þessu sama ári var aðkeypt vinna arkitekta fyrir byggingardeild borgarverkfræðings 47 millj. kr. Sæmilega stórt úrtak úr þeim verkefnum sem þá var unnið að bendir til að þóknun til arkitekta hafi verið að meðaltali 3% af heildarkostnaði bygginganna, en hönnun öll um 7% . Er þá bæði hönnun, opinber gjöld, kaup á búnaði og gerð lóðar talin með í heildarkostnaði. Til fróðleiks má minnast á tvö stór hönnunarverkefni, nefnilega Ráðhús Reykjavíkur og Lista- miðstöð að Korpúlfsstöðum. Ráðhúsið var hannað í tímavinnu, tímataxtaraðverulegumhluta með afslætti vegna stærðar verkefnisins. Oðrum aðferðum varð ekki við komið, enda á mörgum sviðum farið innánýjarbrautir ogþekkingarsvið aukið. Hönnuðir allir leystu sín verk mjög vel og ekki undan tíma- vinnufyrirkomulaginu að kvarta í þessu tilfelli. Hönnun Korpúlfsstaða er nýlega hafin. Fj órir arkitektar gerðu tillögu samkvæmt forsögn. Framlag þeirra var metið af fagmönnum og Korpúlfsstaðanefnd, sem kjörin var af borgarráði, og síðan valinn einn þeirra sem aðalhönnuður, Vinnustofa arkitekta. Erlendur arkitekt er ráðinn í Errósafn, sem eru fimmtungur listamiðstöðv- arinnar. Samningar við arkitekta eru að ýmsu nýlunda, við verkefni þeirra er bætt meiri vinnu við kostnaðaráætlun og kostnaðargát heldur en venj a er og þóknun þeirra er föst, en þó þannig að fari kostnaður meira en 10% fram úr kostnaðaráætlun sem verkkaupi gerir, er dregið frá þóknun, og á sama hátt geta þeir fengið bónus ef kostnaður verður lægri en 90% af sömu áætlun, og getur leiðrétting þóknunar mest orðið 20% á hvorn veg. I ýmsum öðrum tilfellum hefur okkur þótt tímavinnufyrirkomu- lagið ólán. Það á t.d. við þegar hönnun er ekki unnin á fullum hraða og upprifjanir verða margar, en einnig almennt, fyrst og fremst vegna þess að aðstaða verkkaupa til að fylgjast með tímafjölda er ekki góð. Vanur verkefnisstjóri finnur að vísu fljótt hvernig unnið er og hefur samanburð úr hliðstæðum verkum, en aðstaða hans til eftirlits er ekki nægjanlega góð. Þessar að- stæður held ég einna helst ýti undir aukin útboð á hönnun, en þar sem útboðin hafa aðra galla í staðinn verður að leita fleiri leiða til að ná sem bestum árangri. Má þar t.d. nefna betri og meiri upplýsingar um verkefnin, skilmerkilegri skiíagrein í lok verks og samanburð við erlenda reynslu og reynslu af erlendum hönnuðum svo eitthvað sé nefnt. ■ 5Ó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.