AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 12

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 12
GUÐMUNDUR L. HAFSTEINSSON, ARKITEKT if Glaumbær í Skagafirði. GENGIÐ í SMIÐJU FORFEÐRANNA Torfhús sem fyrirmynd nútíma byggingarlistar? Fram að byrjun þessarar aldar bjuggu íslendingar aðallega í torfhúsum. Allt frá landnámi breyttist langhúsið í minni einingar og sjálfstæðar byggingar sem tengdar voru saman með göngum eða höfðu sérstak- an inngang. Þróun torfhúsa má rekja til breytinga á þjóðfélagsuppbyggingu, veðurfari og til skorts á byggingartimbri. Grein séra Guðlaugs Sveinssonar um burstabæinn sem birtist árið 1791 hafði einnig mikil áhrif á þróun torfbæjarins. í gegnum aldirnar löguðu íslendingar torhús sín að breyttum aðstæðum. Vinnuaðferðir við hleðslu torf- og steinveggja og garða tóku breytingum eftir því sem reynslan af þessum erfiðu byggingarefnum jókst. Þjóðminjasafn íslands hefur í marga áratugi unnið að verndun torfhúsa og torfkirkna og þannig stuðlað að því að viðhalda verkþekkingu og verkkunnáttu fyrri kynslóða.Það felur í sér að gert er við húsin með þeim aðferðum og tækni sem tíðkuðust þegar þau voru byggð og þeim haldið við sem fornminjum. Það er handverkið, verk smiða og hleðslumanna, sem er helsta sérstaða byggingararfs okkar. En er hægt að yfirfæra reynslu forfeðranna yfir í nýbyggingar 20. aldar? Snemma á öldinni mátti sjá áhrif torfhúsa á timburhús sem byggð voru í sveitum landsins. Þróuðust torfhús- in smám saman yfir í timburhús. Timburhúsin voru ýmist byggð í stað framhúsa torfbæjanna eða byggð sem sjálfstæð hús með torfveggi á tvo eða þrjá vegu. Á þriðja áratug aldarinnar hannaði Guðjón Samúels- son steinsteypt hús með fyrirmynd í burstabæjunum. Á síðustu áratugum hafa ýmsir arkitektar notað torf- hús að einhverju leyti sem fyrirmynd bygginga sinna. Afstaða bygginga, byggingarlag og efnisnotkun hafa orðið mönnum fyrirmynd með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna einbýlishús Högnu Sigurðar- dóttur og ferðaþjónustumiðstöð Manfreðs Vilhjálms- sonar. Tæknilegar lausnir við uppbyggingu torfhúsa sýna að menn hafa gert sér grein fyrir því efni sem unnið var með. Þó eru ýmis grundvallaratriði húsagerðar sem hafa oftast brugðist. Ekki hefur verið grafið fyrir veggjum niður á fast eða niður fyrir frost og veggir snarast af þeim sökum. Þétting þaka hefur einnig verið vandamál og ekki síst leki í sundum milli húsa. 10

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.