AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 13
Grafarkirkja á Höfðaströnd.
Frágangur þaks og veggjar var þannig að vatn átti
jafnvel auðvedlari leið niður í veggina og inn í húsin
en fram úr sundunum. Raki í veggjum, gólfi og timbur-
verki hefur án efa gert torfhúsin erfið til íveru. Bygg-
ingaraðferðir torfhúsa verða því ekki yfirfærðar til ný-
bygginga án nýhugsunar.
Sá möguleiki að nota torfhús að einhverju leyti sem
fyrirmynd nýbygginga er vissulega fyrir hendi eins
og dæmin hér að framan sanna. Nokkur dæmi eru
þess að reynt hefur verið að byggja hús með torfhús
sem fyrirmynd. í flestum tilfellum hefur ekki tekist sem
skyldi með þær byggingar því reynsla og þekking á
gerð og eðli torfveggja hefur ekki verið nýtt við
byggingu þeirra. Flins vegar hafa torf- og grjóthleðsl-
ur verið mikið notaðar undanfarin ár við umhverfis-
mótun og frágang lóða.
Flönnun og staðsetning bygginga í landslagi er sér-
staklega krefjandi í viðkvæmri náttúru íslands.
Torfhúsin féllu og falla vel að landslagi, ekki bara
fyrir það að þar runnu saman í eitt umhverfi og hús,
gerð úr sömu efnum, heldur einnig vegna þess að
húsum var valinn staður út frá aðstæðum á hverjum
stað, landslagi, gróðri, snjóalögum o.fl.
Nú er umhverfismótun og staðsetning bygginga í
landslagi, bæði hvað varðar landbúnaðarbyggingar
og ekki síst sumarbústaði, með slíkum hætti að undr-
un sætir. Lítil tilfinning virðist vera fyrir landslagi, um-
Bænahúsið á Núpsstað,
hverfi, efnisvali eða litavali. Kjarri vaxnar hlfðar eru
þaktar byggingum sem virðast vera nýlentar á staura-
samstæður sem dreift hefur verið af handahófi um
hlíðarnar. Sólpallar umhverfis húsin, sem oft líkjast
bryggjusporðum, undirstrika þátilhneigingu nútíma-
manna að gnæfa yfir og ráða landinu í stað þess að
vera hluti þess og falla að því.
Ftér er vissulega verk að vinna og hægt að sækja
lærdóm og fyrirmyndir í smiðju forfeðranna. Umhverf-
ismótun og hönnun bygginga í viðkvæmri náttúru
landsins verður að gera með tilfinningu fyrir hverjum
stað og umhverfi hans. ■
11