AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 18
Mynd 2. Sýnir að hvaða marki vatnsfælur ná að hindra leka í gegnum sprungur. Ofan línuritsins lekur, neðan þess lekur ekki. um hvernig efnin skulu notuð og við hvaða aðstæður þær henta. Á mynd 2 er sýnt upp að hvaða marki vatnsfælur ráða við að stöðva leka í gegnum sprun- gur. Mynd 3. Sýnir vikursteypu, sem er ekki vatns- dræg, hún er léttari en vatn en nokkur hús hafa verið byggð úr slíkri steypu hér á landi. LÉTTSTEYPUR Á íslandi er til mikið magn léttra fylliefna, gjall og vikur. Einkum er það vikurinn sem býr yfir einstökum eiginleikum. Ekki hefur þótekistað nýta þásem skyldi til húsagerðar og spillti mjög fyrir notkun hans fyrr á árum, þegar þekking á efninu var ófullnægjandi og reynslan þvf ekki nógu góð. Helsti ókostur vikur- steypu er mikil rakadrægni og þar með aukin hætta á grotnun. I rannsóknum sem gerðar voru á 9. ára- tugnum tókst að þróa vikursteypu sem ekki var raka- dræg og þjó því yfir ákjósanlegum eiginleikum til húsagerðar og framleiðslu á hinum margvíslegustu einingum. Rannsóknirnar voru gerðar í samstarfi við B.M. Valláog sænsktfyrirtæki, Delcon, og liggja nið- urstöður fyrir í skýrslu hjá Rb. Rannsóknaskáli við Rb. var byggður sem tilraunahús og hafa nokkur önnur hús verið byggð úr slíkri steypu. Rannsóknirnar vöktu alheimsathygli þar sem þeim voru gerð skil í áströlskum sjónvarpsþætti sem sýndur hefur verið um heim allan og fór Haraldur Ásgeirsson, fyrrv. forstjóri Rb, á þessu ári sem ráð- gjafi til Equador vegna þessa en þar er fyrir hendi mikið magn vikurs. Auk framannefndrar þróunar hafa verið, í samstarfi við Sementsverksmiðjuna og Jarð- efnaiðnað hf., þróaðar vatnsfælnar vikurmúrblöndur sem prófaðar hafa verið á göflum bygginga Rb. Niðurstöður þessara rannsókna eru einnig fáanlegar í skýrslu. í gegnum framannefndar rannsóknir hefur skapast sérþekking á sviðinu sem býður upp á möguleika á nýjungum í byggingarháttum og nýjum framleiðsluvörum. SEIGJUEIGINLEIKAR HRÁSTEYPU - ÍBLÖNDUN- AREFNI - HÁSTYRKLEIKASTEYPA Gæði harðnaðrar steypu byggjast á eiginleikum hrá- steypunnar. Steypunni verður að koma í mót og fæst nauðsynleg þjálni venjulega með því að blanda í hana vatni langt umfram það sem nauðsynlegt er fyrir efnahvörf í steypunni og hörðnun hennar. Við þetta rýrna gæði hennar verulega. Á seinni árum hafa verið þróuð ýmiss konar þjálniefni til íblöndunar í steypu. Vandamálið hefur verið m.a. að ekki hefur verið fyrir hendi búnaður og tækni til þess að mæla áhrifin á flæðieiginleika steypunnar á viðunandi hátt. Starfsmaður Rb, dr. Ólafur Wallevik, þróaði slíkan búnað í doktorsnámi sínu við tækniháskólann í Þránd- heimi. Hann hefur haldið áfram þróuninni sem starfs- maður Rb og er búnaðurinn nú framleiddur hér á 16

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.