AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Qupperneq 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Qupperneq 24
ISLENSK JARÐHITAÞEKKING s o > 73 0 c 73 tn H m Tl >' z (/) U) O z o r; oo ■n Ííl o o c 73 UMHVERFI OG FORSENDUR Góð þekking íslendinga á jarðhitamál- um er bein afleiðing af mikilli nýtingu jarðhita á íslandi og mikilvægi jarðhitans í orkubúskap þjóðarinnar.Nýting jarðhita á íslandi er hlutfallslega meiri og nokkuð frábrugðin nýtingu í öðr- um löndum. Meginhluti jarðhitanýtingar á íslandi er til upphitunar á meðan vinnsla raforku úr jarðhita hef- ur mun meira vægi í öðrum þróuðum jarðhitalöndum. Þessar ástæöur hafa leitt til þess að íslendingar eru heimsins bestu sérfræðingar í hitaveitum og vinnslu jarðhita til upphitunar, en önnur þekking íslendinga á jarðhitamálum er sambærileg við þekkingu í öðrum þróuðum jarðhitalöndum. Þróunin í orkunotkun íslendinga á þessari öld er sýnd á mynd 1. Fyrri hluta aldarinnar voru kol helsti orku- gjafi þjóðarinnar, en á seinni hluta aldarinnar (eftir seinni heimsstyrjöldina) breyttist orkunotkunin veru- lega. Kolanotkun var hætt að mestu en olía varð helsta eldsneyti þjóðarinnar. Samtímis jókst verulega notkun innlendu orkugjafanna, vatnsorku og jarðhita, þannig að nú er þáttur þeirra mun meiri en innfluttrar orku. Þróun íslenskra orkumála síðastliðna hálfa öld hefur jafnframt einkennst af því að orkunotkunin hefur tífaldast. Þáttur jarðhitans hefur verið stærri en annarra orkugjafa eins og fram kemur á mynd 1. Á árinu 1994 var hlutfallsleg skipting frumorku á íslandi þessi: Vatnsorka 16% Jarðhiti 43% Olía 38% Kol 3% Jarðhitinn er þannig mikilvægasti orkugjafi þjóðar- innar. Engin þjóð notar jarðhita hlutfallslega í eins miklum mæli og íslendingar. Þótt mikilvægi jarðhitans fyrir íslenskan þjóðarbúskap sé e.t.v. ekki eins þekkt og skyldi, verður að segja að ytri aðstæður eru mjög hagstæðar fyrir mikla og góða þekkingu íslendinga ájarðhitamálum. Þróunin ííslenskum jarðhitamálum hefur verið tiltölulega ör á síðustu áratugum, menn hafa orðið að takast á við og leysa áður óþekkt vandamál og talsverðu fé hefur verið varið til þess að auka þekkingu á þessu sviði. ÍSLENSK SÉRSTAÐA Hitaveitur eru séreinkenni íslenskrar jarðhitanýtingar og á því sviði hafa íslendingar náð lengra en aðrar þjóðir. íslenskar hitaveitur eru mun háþróaðri tækni- lega en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Orkuverð frá íslenskum hitaveitum er jafnframt mjög lágt miðað við aðra orkugjafa. Góður árangur jarðhitanýtingar byggist á mörgum samverkandi þáttum.í stórum dráttum má skipta að- gerðum við jarðhitanýtingu í eftirfarandi þætti: Jaröhitaleit - Vinnsla jaröhita úr jöröu - Nýtingar- aöferöir - Rekstur jaröhitakerfa og langtímaspár. Á öllum þessum sviðum hafa íslendingar sýnt tilþrif sem koma einna best fram í því að nýting jarðhita er nú meiri en annarra orkulinda í landinu.Til þess að ná slíkum árangri þarf góða þekkingu á öllum sviðum jarðhitamála. íslendingar hafa þróað ýmsar séríslenskar aðferðir við jarðhitaleit, og kemur árangur þeirrar starfsemi vel fram [ því að nú eru starfandi yfir 30 hitaveitur á landinu og yfir 85% af húsnæði landsmanna er hitað með jarðhita. Þessi starfsemi hefur verið í samfelldri þróun, og raunar má segja að tvær af elstu hitaveitum landsins, á Selfossi og Sauðárkróki, séu afrakstur vel heppnaðrar jarðhitaleitar í bernsku jarðhitanýt- ingar á íslandi. Nýrri dæmi um árangursríka jarðhita- leit eru t.d. hitaveitur á Akureyri og Egilsstöðum. Við vinnslu jarðhita úr jörðu má benda á notkun djúp- dæla sem séríslensktfyrirbæri. Frumkvöðull að þeirri vinnsluaðferð var Jóhannes Zoéga fyrrverandi hita- veitustjóri í Reykjavík. Um langt árabil voru djúpdælur 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.