AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Síða 32

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Síða 32
allar frístundaferðir inn í slíka útreikninga. Tímasparn- aður sem farþegum SVR er ætlað að njóta vegna gatnaframkvæmda er bæði of hátt metinn og þegar til lengri tíma er litið er hæpið að SVR hafi hag af síauknum gatnaframkvæmdum, m.ö.o. aukinni þjón- ustu við einkabílinn, þar sem fyrirtækið er í beinnisam- keppni við einkabílinn. Margar þær gatnaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í Reykjavík eru nauðsynlegar miðað við núverandi ástand í umferðarmálum, en þær eru tæplega eins arðbærar og haldið er fram í títtnefndri skýrslu Borgar- verkfræðings. Sumar þeirra, eins og Hlíðarfótur og Fossvogsbraut, sem eru á mörkum þess að vera arð- bærar samkvæmt niðurstöðum Borgarverkfræðings, eru hreinlega óarðbærar ef beitt er öðrum forsendum og útreikningum þegar tímasparnaðurinn er metinn. Það er mjög flókið að reikna út arðsemi samgöngu- bóta og til þess þarf að styðjast við margar gefnar forsendur sem eru ekki síður af pólitískum toga en vísindalegum. Tilhneiging hefur verið að ofmeta arð- semina og eins hefur skort nokkuð á að skoða málin frá víðari sjónarhóli og þegar til lengri tíma er litið. VÍTAHRINGUR EINKABÍILASTEFNUNNAR OG ENDIMÖRK VAXTARINS Stefna Reykjavíkurborgar í umferðarmálum hefur verið sú að auka sífellt við gatnakerfi einkabílsins. Mönnum ætti hins vegar að vera Ijóst að ekki er enda- laust hægt að breikka stofnbrautir, bæta við nýjum eða byggja mislæg gatnamót til að greiða úr umferð- arhnútum. Kjarni málsins er sá að með þeirri stefnu að byggja stöðugt nýjar stofnbrautir og auka þær sem fyrir eru til að leysa umferðarhnúta er ekki bara verið að svara eftirspurn núverandi bílnotenda heldur er einnig verið að magna eftirspurnina og fjölga bílnotendum fram- tíðarinnar. Bygging umferðarmannvirkis, sem er ætl- að að leysa umferðarhnúta dagsins í dag, leiðir á endanum til sömu vandamála, jafnvel innan fárra ára. Ef eitthvað er þá aukast vandamálin því fjöldi óánægðra bílnotenda er enn meiri (þ.e. fleiri orðnir háðir því að nota einkabílinn til allra sinna ferða) auk þess sem síaukin áhersla á notkun einkabílsins hefur aukið fjarlægðir innan borgarinnar og fjarlægðir milli heimilis og vinnustaðar eða þjónustu eru meiri en nokkru sinni fyrr. Óánægjuraddir bílnotenda sem borgarfulltrúar heyra eru háværari en áður og þrýst- ingur á að bæta úr fer sívaxandi. í borgarskipulagi einkabílsins er eina úrræðið að bæta nokkrum ak- reinum við stofnbrautarkerfið eða byggja yfir gatna- mót (3. mynd). t í borgum erlendis þar sem einkabílisminn hefur tröll- riðið skipulagi um áratugaskeið hafa yfirvöld að mestu gefist upp á því að reyna að veita einkabílnum sömu þjónustu og áður. Yfirvöld hafa áttað sig á því að ekki er endalaust hægt að bæta við gatnakerfið í takmörkuðu og dýrmætu landi borgarinnar og mót- mæli íbúa gegn stórkarlalegum lausnum hafa farið sívaxandi. Gatnaframkvæmdum er frestað og um- ferðartafir aukast tímabundið á helstu leiðum en þegar frá líður kemst jafnvægi á umferðina á ný. Fólk velur sér búsetu í auknum mæli með tilliti til fjarlægðar frá vinnustað eða finnur aðrar leiðir til að komast til vinnu en á einkabíl (4. mynd). Reykjavík er ung borg og því er mjög stór hluti hennar skipulagður með þarfir einkabílsins í huga. Víða innan borgarlandsins er svigrúm til að bæta og auka við gatnakerfið og sums staðar er brýn þörf á því miðað ► við núverandi ferðavenjur. Það er því ekki heiglum hent að umbylta núverandi stefnu í umferðarmálum. Aftur á móti er tími til kominn að menn fari að hugleiða fyrir alvöru hugsanlegar afleiðingar óbreyttrar stefnu í landnotkunar- og umferðarmálum í framtíðinni, þegar borgarlandið er að verða fullbyggt og byggðin enn dreifðari en hún er í dag. ■ HELSTU HEIMILDIR: Borgarverkfræöingurinn í Reykjavík & VST (1994): Arðsemi gatnaframkvæmda - Forsendur. Samtök sveitarfélaga á höfuöborgarsvæðinu (1992): Ráðstefna um vegasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983, 1984-2004, 1990-2010. H. Mohring (1976): Transportation Economics (Chapter five: The value of travel time). Michael D. Meyer & Eric J. Miller (1984): Urban transporta- tion planning - A decision-oriented approach. Jeffrey Kenworthy & Peter Newman (1989): Cities and auto- mobile dependence - An international sourcebook. Anne Vernez Moudon (1987): Public streets for public use. Haraldur Sigurösson (1993): Transit service and planning practices in Reykjavík - An analysis of past trends and cur- rent directions. 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.