AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 42
ÍBÚÐAHVERFI ÁN EINKABÍLA
í nokkrum evrópskum borgum er nú í undirbúningi
að byggja íbúðahverfi þar sem ekki er gert ráð fyrir
að íbúar eigi bíla og því ekki gert ráð fyrir nema mjög
takmörkuðum fjölda bifreiðastæða (eingöngu fyrir
gesti). Dæmi um borgir sem eru að fara af stað með
þessa tilraun eru Berlín, Amsterdam og Bremen.
Hugmyndin að slíku hverfi í Bremen kviknaði á nám-
skeiði í skipulagsfræðum í háskólanum í Bremen
Nýju sporvagnarnir í Brimaborg.
1991. Michael Glots-Richter skipulagsfræðingur/
verkfræðingur átti hugmyndina en hann er deildar-
stjóri umhverfisdeildar hjá Borgarskipulagi Bremen-
borgar.
Árið 1992 ákváðu skipulagsyfirvöld í Bremen að
kynna hugmyndina opinberlega og auglýsa eftir fólki
sem áhuga hefði a að búa í slíku hverfi. Um 300 fyrir-
spurnir bárust og mikill áhugi er fyrir hugmyndinni.
Þess má geta að á um 35% heimila í Bremen er ekki
einkabíll, það er heldur hærra en meðaltal í Þýska-
landi, sem er 27%.
Ákveðið var að taka 2,6 ha landskika á Hollerland-
svæðinu undir slíkt hverfi. Samkvæmt tillögu að deili-
skipulagi verða um 250 íbúðir í hverfinu í fjölbýli og
raðhúsum. Hverfið er skipulagt og byggt af einka-
aðilum. í ár er unnið að því að gera svæðið bygging-
arhæft og áætlað er að hverfið verði fullbyggt árið
1996.
Mikill sparnaður á landi og tilkostnaði er samfara því
að takmarka fjölda bílastæða, jafnframt fæst meira
„Skipulagsuppdráttur af Hollerland", íbúðahverfinu í
Brimaborg, þar sem ekki er gert ráð fyrir bílastæðum
fyrir íbúa.
rými fyrir byggingar og opin svæði. Allt að 1/4 af
íbúðareitum fer undir bílastæði og hvert stæði kostar
500 þúsund krónur. Hringvegur um hverfið fyrir
slökkvilið, vöruflutninga o.fl. er 3,5 m breiður.
í Hollerland- hverfinu er aðeins gert ráð fyrir 30 gesta-
stæðum, en stæðin ættu að vera 200 samkvæmt
almennum kröfum Bremenborgar (0,8 stæði á íbúð).
Verktakar telja sig spara um 120 milljónir á fækkun
bílastæða í Hollerland- hverfinu.
Hollerland-hverfið er við hliðina á nýrri sporvagnaleið,
þaðan er stutt í strætisvagna, atvinnusvæði, þjón-
ustumiðstöð og í Bremen- háskóla. Talsmenn hverf-
isins telja þetta vera nauðsynlegar forsendur fyrir því
að íbúar hverfisins geti lifað án einkabíls. Lögfræð-
ingar Bremenborgar telja ekki stætt á því að banna
fólki sem býr í slfkum hverfum að eiga bfl, þótt það
eigi ekki rétt á bílastæðum í hverfinu.
Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi Hollerland
hverfisins í Bremen sem verður líklega fyrsta „bíllausa
hverfið” í þýskri borg. ■