AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 44

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 44
LOKAVERKEFNI MAGNA G. STEINDORSSONAR, ARKITEKTS l JÁRNBRAUT Á Þegar minnst er á hugsanlega lagningu járnbrautar á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel út Reykjanes til Keflavíkur sjá flestir fyrir sér reykspúandi ferlíki eins og sýnd eru í kúrekamyndum eða stríðsmyndum. Flestir yppta öxlum og afskrifa þessa hugmynd sem alger- lega óraunhæfa að óathuguðu máli. Þó er það svo að á undanförnum árum hafa átt sér stað mjög miklar framfarir í lagningu járnbrauta og gerð járnbrautarvagna. Þar hafa Frakkar staðið mjög framarlega og byggt upp hraðlestakerfi (TGV) um landið þvert og endilangt þar sem menn þjóta um á 200 km hraða án þess að finna fyrir því. Sama máli gegnir um framfarir í smíði almenningslesta innan bæjar (trams), en þar hafa framfarir einnig orðið mikl- ar. Þessar lestir eru nú orðnar hljóðlátar, ganga fyrir rafmagni og eftir teinum sem eru felldir í viðkomandi götu eða gangstétt þannig að fólk getur auðveld- lega gengið yfir teinana. 1. Endastöð 2. Gamli miðbærinn 3. Háskólasvæðið 4. -5. Flugvallarhótelið og tenging við alþjóðaflugvöll 6. Opið svæði 7. Landspítalinn. Almenningslestin í Nantes. Fólk getur auðveldlega gengið yfir brautarteinana. 42

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.