AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Page 48
B Y G G I N G A Árið 1995 verða notaðir meira en 8 milljón m2 til þess að klæða byggingar að utan. Áætlað er af rannsókn- araðilum í Danmörku (European Construction Re- search) að árleg notkun klæðningarefna þar vaxi í 20 milljón fermetra árið 2005. Áætlað er að mesti vöxturinn verði í múrsteinumjoftsteypu (aerated con- crete), málmklæðningum og staðsteypu. Meðan kommúnistar voru við völd voru háhýsi aðal- lega byggð úr forsteyptum einingum, en múrsteinar og loftsteypa notuð í íbúðarhús einkaaðila. Gert er ráð fyrir að múrsteinar og loftsteypa verði áfram notuð í íbúðarhús einkaaðila, en að mjög mikið dragi úr notkun forsteyptra eininga. Mikil aukning hefur verið á notkun staðsteypu, málmklæóninga og glers á undanförnum árum og eru þessi byggingarefni nú að mestu ríkjandi í verslunarhúsnæði. Meiri hluti þessara byggingarefna er framleiddur í R F R É T T I R Póllandi, þótt málmklæðningar, flísar og sérstakur múrsteinn séu flutt inn í vaxandi mæli í byggingar sem eru reistar fyrir erlent fé. Margir aðilar hafa sýnt þessum markaði áhuga enda er hann sá stærsti í Austur- Evrópu. Mörg fyrirtæki hafa því opnað söluskrifstofur í Póllandi eða keypt hluta í pólskum fyrirtækjum sem framleiða klæðn- ingar. Nú þegar hafa fyrirtæki frá Bretlandi, Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Hollandi og Austurríki keypt hlut í pólskum fyrirtækjum sem framleiða klæðningar, en gert er ráð fyrir að klæðningarfyrirtæki á Norður- löndunum og öðrum Evrópulöndun muni á næstu árum kaupa sig inn í pólsk klæðningarfyrirtæki eða taka við þeim. Frekari upplýsingar veitir Byggingarþjónustan h.f. í síma 561-11-11. F R É T T A T I Hugmyndasamkeppni Skipulag ríkisins og umhverfisráðuneytið hafa ákveðið að boða til skipulagsþings í júní 1996 en þá verða liðin 75 ár frá setningu fyrstu skipulagslaga á íslandi. í tengslum við þingið verður einnig efnt til hugmyndasamkeppni. Áætlað er að halda þingið í Reykjavík dagana 6. og 7. júní 1996. Þátttaka verður öllum opin en áhersla verður lögð á þátttöku fagfólks og embættismanna sem starfa að skipulagsmálum. Gert er ráðfyrirtveggjadaga þingi. Fyrri daginn verði fjallað um framtíðarsýn fyrir byggð og búsetu í land- inu og stjórn og yfirsýn skipulagsmála. Síðari daginn verði fjallað um afmarkaðri þemu. Nánari dagskrá verður kynnt snemma á næsta ári og þá verður þátt- tökuskráning auglýst. Þá hefur verið ákveðið að efna til hugmyndasam- keppni um „ísland árið 2018“, þegar 100 ár verða liðin frá fullveldisstofnun. Samkeppnin verður öllum opin en þátttakendum er ætlað að fjalla um land- notkun og landnýtingu, byggð og búsetu eða ein- staka þætti sem falla undir skipulagsmál. L K Y N N I N G og skipulagsþing 1996 Lýst er eftir framtíðarhugmyndum um t.d. samgöng- ur, byggðamynstur, landbúnað, iðnað, orkunýtingu, híbýli, útivist eða frístundabústaði. Ýmislegt annað sem tengist landnotkun kemur einnig til greina. Tillögur er hægt að senda inn sem ritgerðir, teikning- ar, myndbönd eða á annan skýran hátt sem dóm- nefnd skilgreinir nánar. Markmið og tilgangur með samkeppninni er að vekja athygli á skipulags- og umhverfismálum og þeim mikla hraða sem er í þróun þeirra mála. Valdar hug- myndir verða gefnar út í skýrslu og verða jafnframt notaðar sem hugmyndabanki í riti um ísland árið 2018 sem Skipulag ríkisins stefnir að því að gefa út árið 1997. Veitt verða 1., 2. og 3. verðlaun og jafnframt verður svigrúm til innkaupa á athyglisverðum tillögum. Verið er að skipa dómnefnd um samkeppnina. Gert er ráð fyrir að skilafrestur á verkefnum verði fram í miðjan mars á næstaári. Dómnefndin mun setja nán- ari reglur um tilhögun keppninnar og verða þær aug- lýstar nú í haust. 46

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.