AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 51

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Blaðsíða 51
tjáskiptum viö Evrópsku nútímastefnuna. Átökin milli fortíöarinnar og leitin að nýjum formum myndi leiða til framfara og þar af leiöandi framhalds. Eini möguleikinn fyrir breytingu var aö láta hana ger- ast hægt og hægt. Sagan er hluti af lífi fólksins, þar af leiðandi getur hún ekki verið afmáð. Sagan og hefðin geta ekki slitnað frá uppruna sínum, fólkinu. Rogers lagðist gegn því að falla niður í formstefnu því það væri jafnt og að apa eftir sögunni á sínu óeiginlega táknmáli. Það væri „hin ó-sögulega að- ferð“. Ekki aðeins vegna þess að engin tilraun er gerð til þess að skilja orsök þess táknmáls né er gerð grein fyrir því að „okkar“ tími býr til mismunandi ný form fyrir nýtt innihald eða hlutverk. í fyrsta ritstjórnarpistli sínum, 1954, útskýrði Rogers hugtakið, „continuitá" (áframhald). Áframhald þýddi vandaða útvíkkun á hefðinni sem rofin hafði verið af stríðinu. Ári síðarfjallaði Rogers um málefni ásvipaðri línu, þ.e. „pre-esistenze ambientali" eða umhverfi sem er til staðar. Umhverfi sem ekki aðeins er áþreif- anlegt heldur hefur það samlagast stöðu mannsins. Það bar ekki að líta á það með söknuði heldur sem vitni um hefðir, smekk, þarfir og umhverfisþætti, bundið við ákveðinn stað og menningu íbúanna. Þar af leiðandi endurspegluðust einkenni lands og þjóðar í arkitektúr þess, þ.e. hreinskilinn samruni forms og innihalds. Arkitektúr getur ekki verið slitinn frá þjóð sinni, sínum rótum, því þá myndi tilfinningin fyrir umhverfinu týnast. Samkvæmt þessu, sá Rogers fyrir sér nýtt hlutverk fyrir arkitektúr - að setja þarfir lífsins inn í menninguna - og á hinn bóginn að setja menn- inguna inn í hversdagslífið. Markmið Rogers var að reisa stig meðvitundarinnar, ekki aðeins arkitektsins sem byggir heldur almenna lesandans. Tímaritið gaf ekki einungis kost á greinum um arkitektúr, skipulag og hönnun, heldur bar það lífsmátann mjög á oddin. Staða mannsins er háð fjöl- mörgum þáttum tengdum hefðum og sögu landsins sem hann byggir. Arkitektinn verður því að kunna skil á vitsmunum sínum til þess að koma til móts við þarfir mannsins og byggja honum gefandi umhverfi sem örvar huga hans og opnar. Stile Industria kom fyrst út árið 1954 og var ritstjóri þess arkitektinn Alberto Rosselli. Alveg frá upphafi, og þar til það hætti útgáfu árið 1964, þá var tímaritið mikilvægur hlekkur í að stuðla að iðnhönnun og koma henni á framfæri sem listformi. í fyrsta ritstjórnarpistli sínum gerði Alberto Rosselli grein fyrir auknu vöruvali og þar af leiðandi auknum markaðsmöguleikum: „Gæði vörunnar í dag fela í sér gæði fagurfræðinnar (forms og hönnunar) sem saman segjatil umfullkomnatækni og notagildi. “Og hann heldur áfram „Fyrir utan skilvirkni og hagnýt- ingu vörunnar, þá er nú hægt að velja hlut fram yfir annan vegna hönnunar hans, blæbrigða eða hvernig hugtakið gerir notkun hans Ijósa (líka þá sem ákveðin er af hönnuðinum)eða vegna þess að form hlutarins er áhugavert og fallegt.“ Að lokum gerði hann grein fyrir afstöðunni og sýndi fram á að mismunurinn á milli framleiðslu „fyrri tíma og nú“ væri ekki til kominn vegna breyttra iðnaðar- hátta, að gæði vörunnar hafi farið hverfandi, ekki vegna fjöldaframleiðslunnar, stöðlunarinnar, vél- rænna vinnuaðferða, heldur vegna þess að fólk væri ekki tilbúið að nýta sér nýju möguleikana, það ætti að gera sér það Ijóst, að þróuð og fullkomin tækni geti ákvarðað gæði, endapunkt framleiðslunnar (og ekki „hálfvegis“eins og gerðist á fyrri tímum þegar verk handverksmannsins áttu í hlut). Við, Alberto Rosselli heldur áfram, erum að leita að þessari nýju sameiningu milli raunhæfra gilda og manneskju- legra, tækni og fagurfræði, framleiðslu og gæða, sem eru brýn og ósvikin í verkum tímans, núverandi venjum og menningu. Stefnuyfirlýsing Stile Industria var samt sem áður ekki skrifuð af Alberto Rosselli. Elann sjálfur fullyrti að hún væri skrifuð af svissneska arkitektinum Max Bill. Max Bill ritaði grein sem bar titilinn „ Forma, funzione, bellezza" (Form, notkunargildi, fegurð). Þar leggur hann fram rök fyrir því að sjón og form séu óaðskiljan- leg. Þegar við tölumum form gefurþað jákvæðar vís- bendingar, við tölumumfallegt form, fullkomið form, raunhæft form, Á sama tíma gerum við ráð fyrir and- stæðum þeirra. „Það virðist vera að áhrifin af öllu því sem er náttúrlegt leiði okkur til þess að segja að form sé fallegt og ekki Ijótt, og við gagnrýnum verk frá þeim sjónarhóli fegurðarinnar, vitundarinnar og fullkomnunar." Þessu markmiði er reynt að ná í iðnhönnun. En það er mjög erfitt vegna þess að „fegurð“ er afstætt hugtak. „En“ Max Bill heldur áfram, „Hin fullkomna fegurð stendur fyrir mæli- kvarða milli forms og lista, og því fylgir að form tjáir líka fegurð.“ Markmiðið er að ná fram formi til þess að búa við að smæsti hlutur borgarinnar yrði einn af þessum eðlilegu þáttum lífsins. Við getum skilgreint þetta sem hina raunverulegu stöðu menningarinnar, málalokin sem við leggjum til. ■ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.