AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Síða 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Síða 52
SVEINN JÓNSSON, VÉLSTJÓRI GUSTAV LORENTZEN - in memoriam Prófessor Gustav Lorentzen andaðist á sjúkrahúsi í Þrándheimi þann 7. ág. sl.. Hann varð áttræður þann 13. janúar sl. Kælitæknimenn á íslandi hafa hrifist af kenningum hans og rökfestu vegna fjölda greina sem hann hefur skrifað í helstu kælitæknirit veraldar síðustu 50 árin. Norræna varmadæluráðstefnan var haldin hér í Reykjavík 1987 dagana 22. til 25. júní og var sérstak- ur utandagskrárumræðufundur settur 24. júní að frumkvæði eftirfarandi kæli- og varmadælumanna: Prófessor Gustav Lorentzen N.TH.-SINTEF, Þránd- heimi - Per Danig frá D.T.H., Danmörku - Erling Gust- avsen formaður norska kælitæknifélagsins - Jonny Andersen Kylbransens samarbetsstiftelse (Svíþjóð K.Y.S.) - Ingvar Tyllström ritstjóri Scan-Ref - Sveinn Jónsson S.J. Frost h.f. - Páll Lúðvíksson frá Nýju teiknistofunni - María J. GunnarsdóttirfráOrkustofn- un - Gísli Júlíusson, deildarverkfræðingur frá Lands- virkjun. Umræðuefni þessa fundar var kynning á starfsemi norrænna kælitæknifélaga og ennfremur var rætt um brýna þörf á stofnun kælitæknifélags á íslandi (sem stofnað var skömmu síðar). Nauðsynlegt tækniupplýsingastreymi og samræmd- ar aðgerðir til lausnar KFK-vandamálum. Fjallað var einnig um væntanlega Montreal - ráðstefnu á vegum U.N.E.P. sem var haldin í september það ár (1987) og markaði umhverfisverndunartímamót með al- þjóðasáttmála um ózoneyðandi efni. Prófessor Gustav Lorentzen, aldurforsetinn við N.TH. - SINTEF í Þrándheimi, er frumherji í kælitækni á Norðurlöndum, stofnandi stærstu stofnunar í kæli- tæknirannsóknum, sem fyrirfinnst í hinum frjálsa heimi. í hlutverki sínu sem ráðgjafi í umhverfismálum hefur hann verið kappsamur talsmaður um notkun ammoníaks og andmælandi freonefna, sem hafa slæm áhrif á ózonlagið sem verndar jarðarbúa og allt lífríkið gegn of mikilli útfjólublárri geislun sólar. Freonefnin hafa einnig gróðurhúsaáhrif sem talin eru óæskileg fyrir lofthjúp jarðar. Þetta sýnir nokkrar hliðar þeirrar persónu sem býr í prófessor Gustav Lorent- zen, sem hefur starfað við kælitæknideild N.TH,- SIN- TEF og skarað fram úr í mörgum þáttum meðal framá- manna í heimi kælitækninnar. Hávaxinn og herða- breiður hefur hann ennfremur kjark til gagnrýni sem hann sjaldan gerir þá á mjög hugkvæman hátt. Samt er hann enginn stjórnsýslumaður. „Fólk sem ekkert veit um hitaorku ætti að þegja, þegar rætt er um orku- mál,“ sagði hann eitt sinn er hann ræddi við þing- menn norska þingsins. Hann gefur líka framleiðend- um freonefna tóninn, eins og „fimmtíu ára rangfær- sla í upplýsingamiðlun og gríðarlegri hagsmunapóli- tík hefur komið í veg fyrir notkun margra nýjunga, jafnframt því sem hún heftir framgang alls kæliiðn- aðarins". „Ég get ekki lagt fram mínar skoðanir á hlutlægan hátt,“ er hnitmiðað svar Gustavs Lorentzens þegar hann hefur verið spurður, hvers vegna hann sem fjöl- hæfasti maður kælitækni á Norðurlöndum, hafi ekki áður virkjað stöðu sína opinskár á opinberum vett- 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.