AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Qupperneq 60
k------600 -----)( - *•<> —Jf---
Bjarnaneskirkja, grunnmynd.
Bjarnaneskirkja, langskurður.
Ur Bjarnaneskirkju í Nesjum,A-Skaftafellssýslu.
Hér fór saman tilraun með birtu og form ásamt glímu
við notkun steinsteypunnar og mótasmíðina.burður-
inn felst í sjálfberandi þunnri bogamyndaðri skel, sem
gefur kirkjunni form sitt.
Eins og áður segir, taldi Hannes grundvallarviðhorf
okkar arkitektanna eiga að vera „að reyna að kryfja
verkefnin til skilnings og kryfja eiginleika byggingar-
efnanna svo þau verði arkitektunum undirgefin til
lausna".
Við hæfi er, þegar hér er komið sögu, að fjalla nokk-
uð umKjarvalsstaði. Deilumálið skal látið liggja milli
Bjarnaneskirkja, þverskurður.
hluta. Þegar skoðuð er fyrsta hug-
myndin að húsinu er augljós nokkuð
tilgerðarleg gamansöm lausn, en mjög
vandasöm í útfærslu. Ég dáðist að
sjálfstjórn Hannesar, þegar hann lagði
þá hugmynd til hliðar eftir að hún hafði
verið kynnt almenningi og valdi þá
lausn, sem húsið byggðist eftir.
Skipting hússins í tvo sali, annan fyrir
skammtímasýningar og hinn fyrir
langvarandi sýningar.er eðlileg og góð.
Hugmyndin um meiriháttar veitinga-
rekstur reyndist illa en nú nýtist það rými
til sýninga ágætlega.
Uppbygging hússins með þakkanta
borna uppi af römmum er sýnileg hið
ytra og verkar sem leifar af fyrri hug-
mynd, en skilgreinir byggingarlagið
mjög vel. Gluggalausir útveggir
sýningarsalanna eru aðeins frítt stand-
andi skermar. Birtan er ofanlýsing, sem
að vísu hefur valdið ágreiningi.
Tengibyggingar eru í raun glerskálar,
sem nýtast vel með mikilli hliðarbirtu.
Allir eru sammála um ágæti ofan-
lýsingar í sýningarsölunum. Deilt er um
fyrirkomulag. Meðfylgjandi uppdráttur
sýnir „lamellu“-loft. En eins og Hannes
sagði sjálfur dugir það ekki, vegna þess
að sólin færist frá austri til vesturs. Þess vegna breytti
hann loftinu í kassettur, sem veita afskermun á
sólarljósi úr öllum áttum. Inn í kassetturnar er síðan
byggt breytanlegt raflýsingarkerfi ásamt möguleik-
um á margháttuðu hljómburðarkerfi. Um deilurnar
verður ekki rætt hér. Teikningarnar skýra sig sjálfar.
Þá eru það verslunarhúsin við Laugaveg og Hús-
gagnahöllin við Höfðabakka. Sameiginlegt þessum
byggingum er breytilegt fyrirkomulag innréttinga.
Hið sama má segja um lyfjabúðirnar, Holtsapótek,
Vesturbæjarapótek og Garðsapótek.
Byggingarnar við Laugaveginn eru á þröngum lóð-
58