AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 61
—r~—
Laugavegur, afstöðumynd.
um. Uppbyggingin eru berandi brandveggir á lóðar-
mörkum, loftplötur á háum þverbitum milli veggja
og þvl með ótrufluðum gólffleti. í bitaloftinu er næg
hæð til að flytja lagnir að burðarveggjunum og skapa
aðstæður fyrir frelsi um innréttingafyrirkomulag á
hverri hæð án þess að valda truflun á öðrum hæð-
um. Þetta byggingarlag var algjör nýjung hér þegar
húsin voru byggð. Af þessu fyrirkomulagi leiddi einn-
ig að útveggir að götu og garði eru léttbyggðir og
auðvelt að fara frjálslega með gluggasetningu og
breytingar á henni. Hugmyndir um útstillingaglugga
á 2. hæð reyndust gagnslausar, vegna þess m.a.
hvað Laugavegurinn er mjó gata.
Þegar þessi hús eru grannt skoðuð verður Ijóst að
Hannes hefur verið trúr kenningum sínum um vinnu-
brögð og tekist mætavel. Hann hefur kynnt sér af
kostgæfni þarfir byggjandans og þá sérstaklega
þær, sem almennt gildi hafa. Einnig skoðaði hann
gaumgæfilega byggingarforsendur, sem í staðsetn-
ingu og lóð fólust. Hann valdi sér byggingarefni m.t.t.
notkunarmöguleika og eðliseiginleika fyrir hvert verk-
efni fyrir sig. Og síðast en ekki síst annaðist hann
sjálfureftirlit með byggingarframkvæmdinni og lét
það ekki eftir aðilum, sem ekki báru skynbragð á
það, sem hann var að gera fyrir sína skjólstæðinga.
í hans huga voru byggjendurnir skjólstæðingar, sem
hann bar fyrir brjósti, en ekki aðeins viðskiptasam-
band í formi verkkaupa.
Hér verður staðar numið að sinni, þó mörgu megi
við bæta.
Hinn félagslega þátt í starfsemi Hannesar þarf að
fjalla um í sérstakri grein, því að þar er um að ræða
merkt framlag fyrir m.a. arkitektastéttina og þátt í
menningarsögu okkar um hálfa öld. ■
59