AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 65

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 65
NEWCASTLE er dæmi um borg á Norður-Englandi sem hefur byggt efnahag sinn á þungaiðnaði, en efnahagslegar breytingar hafa haft mikil áhrif á atvinnumál borgarinnar, og er atvinnuleysi í Newcastle með því mesta í borgum Engl- ands. Við þessar aðstæður er erfitt að boða róttæka stefnu í umhverfismálum, sem stang- ast getur á við atvinnustefnu bæjaryfirvalda. Við undirbúning aðalskipulags borgarinnar (Unitary Development Plan) hafa skipulags- yfirvöld reynt að samþætta stefnumál sjálf- bærrar þróunar við önnur stefnumál sem kynnt eru í aðalskipulaginu, og er sérstakur kafli um það í aðalskipulaginu. Önnur nýjung sem skipulagsdeild borgar- innar hóf snemma á þessu ári er undirbún- ingur Local Agenda 21 áætlunar, þar sem umhverfi borgarinnar verður metið og bent á leiðir til breytinga. Starfsmenn frá öllum deild- um bæjarfélagsins taka þátt í þessari vinnu og mikil áhersla er lögð á þátttöku íbúa borgarinnar. Bæjarfélagið hefur einnig haft deildum bæjarins tóku þátt í. Skipulagsdeildin hafði yfirumsjón með undirbúningnum, sem fólst að miklu leyti í því að skipuleggja vinnuferilinn og sætta ólíkar skoðanir innan deilda bæjarfélagsins. Umhverfis- skipulaginu var skipt í þrjá hluta, þ.e.: Yfirlit um stöðu og stjórn umhverfismála innan bæjarfélagsins, niður- stöðu vinnuhópsins þar sembent var á aðalvanda í umhverfismálum bæjarins, framkvæmdaáætlun þar sem stefna bæjarfélagsins í umhverfismálum var kynnt og bent á úrlausnir til að vinna á umhverfis- vanda bæjarins. beint samstarf við Evrópusambandið um umhverfisverkefni, sem hefur það markmið að bæta orkunýtingu í borginni, vernda umhverfi og örva efnahag borgarinnar með betri nýtingu orku- stöðva og aukinni endurnýtingu sorps. Starfið í Newcastle er dæmi um það hvernig um- hverfismál hafa þróast í mörgum bæjarfélögum í Bret- landi þar sem bæjaryfirvöld eru áhugasamari um þau en ríkisstjórnin og umhverfismál hafa að vissu leyti verið undir sterkari áhrifum frá Brussel og Ríó en ríkisstjórninni. ESBJERG liggur á vesturströnd Jótlands og einkennist bærinn af viðamikilli hafnarstarfsemi og töluverðum iðnaði sem tengist höfninni, sem er stærsta útflutningshöfn Danmerkur. Mikill og vaxandi ferðamannastraumur er um vesturströnd Jótlands og stangast iðnaðar- starfsemin í Esbjerg að nokkru leyti á við ímynd hreins sjávarog strandaí nágrenni bæjarins. Innan Esbjerg var talið að stefnumörkun í umhverfismálum væri ekki nægilega skýr, henni væri í of miklum mæli skipt milli tæknideilda bæjarfélagsins og yfirsýn vantaði. Því varráðist í undirbúning„umhverfisskipulags“ (Miljo- plan) fyrir bæjarfélagið, sem starfsmenn úrýmsum 63

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.