AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 67

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 67
SUMARNÁMSKEIÐ ÍSARK 1995 Frá sýningu nemenda í Ásmundarsal. Sumarnámskeið íslenska arkitektaskólans ÍSARK var haldið 130. júní.Undirbún- ingur hófst í desember 1994 og lauk í byrjun júní. Stjórn ÍSARK er: Jes Einar Þorsteinsson formaður, Guðrún Guðmundsdóttir gjaldkeri, Jón Ólafur Ólafs- son ritari, Guðjón Bjarnason og Jóhannes Þórðarson. Starfsmaður er Dagfríður Halldórsdóttir. Námskeiðið fór fram á ensku. Erlendir nemendur komu til landsins 1,- 5. júní og gistu þeir meðan á námskeiðinu stóð í heimavist Sjómannaskóla íslands. Sumarnámskeiðið var sett 1. júní við hátíðlega athöfn. Vinnustofur nemenda voru í Ásmundarsal, húsi Arki- tektafélags íslands. Fyrirlestrar fóru fram í Norræna húsinu og í Odda - húsi hugvísindadeildar Háskóla íslands. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru: Forstöðumaður: Dr. Maggi Jónsson, arkitekt FAÍ/ráðgjafi við Háskóla íslands. Stanislas Fiszer, arkitekt/prófessor við há- skólann í Nancy/meðlimur í frönsku arkitektaaka- demíunni. Steven Holl, arkitekt/prófessor við Colum- biaháskólann í New York. Carsten Juel-Christiansen, prófessor í arkitektúr við Konunglegu dönsku lista- akademíuna/gestaprófessor við Katalóníuháskóla. Daniel Liebskind, arkitekt í Berlín/prófessor við UCLA-háskólann í Kaliforníu. Juhani Pallasmaa, for- stöðumaður arkitektadeildar Tækniháskólans í Hels- inki. Aðstoðarleiðbeinendur: Guðjón Bjarnason, myndlistarmaður/arkitekt FAÍ/kennari á námskeiði um borgir og arkitektúr í Verona á Ítalíu og í New York. Halldór Gíslason, arkitekt FAÍ/lektor við háskólann í Portsmouth, Englandi. Fyrirlestra héldu: Juhani Pallasmaa, „Arkitektúr í dýraríkinu” og „Sex temu fyrir næsta árþúsund”. Carsten Juel-Christiansen, „Rýmisverk”. Stanislas Fiszer, „Problematique; á mótum þekkingar og málamiðlunar”. Steven Holl, „Spurningar um skynjun: Fyrirbærafræði byggingar- listarinnar”. Daniel Libeskind, „Handan við múrinn”,auk þess héldu Einar Pálsson, mannfræð- ingur og rúnafræðingur, og Guðmundur Sigvalda- son, eldfjallafræðingur, fyrirlestra um efni sem tengd- ist aðalverkefninu. Nemendur sem flestir voru langt komnir í námi voru 18 talsins: 4 íslendingar í skólum í Bandaríkjunum, 65 JES EINAR ÞORSTEINSSON, ARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.