AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Síða 80
GUÐMUNDUR JÓNSSON, ARKITEKT
I
VÍKINGAGARÐURINN
Formáli
Guðmundur Jónsson fékk það verkefni að
hanna Víkingagarðinn eftir að Norska sögu-
sýningin í Lillehammer sem Guðmundur
hannaði varð góðkunnug. Sögusýningin leiddi til að
haft er samband við Guðmund víðsvegar að frá
Noregi vegna verka er varða bæði stórsýningar í
safnastíl og ekki minnst verkefni um hönnun menn-
ingarmiðstöðva með tilheyrandi safnasýningum.
Þau verkefni sem Guðmundur vinnur að núna eru
m.a. eftirfarandi: Menningarmiðstöð/sjóminjasafn í
Rörvik (Norður- Þrændalögum), drög að deiliskipu-
lagi fyrir Rörvik, menningarmiðstöðin „Draugen
Sentret" ásamt sýningu á Hamaröy (Norður - Noregi),
Ólympíuleikasafnið í Lillehammer, sýning um Nóbels-
skáldið Knut Hamsun í Hamaröy, ferðamiðstöó í
Geirangursfirði ásamtsögusýningu (Vestur- Noregi),
sýning um Alf Pröysen (landsfrægur vísnasöngvari),
sýning um orkusögu Vestur-Noregs (Odda í Tysse-
dal), sögusýning með sérstakri áherslu á miðaldir í
Trondanes (Harstad, Norður - Noregi).
VÍKINGAGARÐURINN
Víkingagarðurinn er 25 hektara landssvæði sem sam-
anstendur af eftirfarandi sviðsetningu: Aðkoma.kaup-
vangur, vatn með bryggjusporði og víkingaskipi, að-
seturbátasmiðs,„Þingvellir‘‘, grafhaugur, hestasvæði,
jarlasetur, svæði fyrir bogfimi, og aðsetur „hrafna-
stúlkunnar"
Á svæðinu eru 10 byggingar, m.a. jarlasetur með
smiðju og forðabúri, hreysi „hrafnastúlkunnar" graf-
haugur með beinagrind forföður jarlsins og hests
hans.
Fagfólk og sögusérfræðingar deila mjög um hvernig
byggingarstílar víkingatímans hafi verið í smáatrið-
um, og verkefnið fyrir arkitektastofuna var því ærið
78