Skírnir - 01.09.2008, Page 21
SKÍRNIR
GRÓÐURHÚSAÁHRIF ...
295
Útlit er fyrir að við lok aldarinnar verði stór hluti Norður-
Ishafsins íslaus að sumarlagi. Ekki er líklegt að stórfelldar raskanir
verði á hafhringrás, þótt vel sé mögulegt að það dragi úr lóðréttu
hringrásinni í Norður-Atlantshafi. Líkönum ber illa saman um
þetta atriði, í sumum reikniniðurstöðum er samdráttur á þessari
hringrás enginn, en allt að 50% í öðrum. Ef dregur verulega úr
styrk þessarar hringrásar getur það dregið úr hlýnun á Norður-
Atlantshafi, og í ýtrustu tilvikum stöðvað hana tímabundið.
Sterkt samband er milli hlýnunar og áætlaðrar sjávarborðs-
hækkunar. Þannig nemur hækkað sjávarborð um 0.2-0.4 m í köld-
ustu sviðsmyndunum, en um 0.3-0.6 m í þeim hlýjustu. Þessar
tölur eiga þó einungis við til loka aldarinnar en hækkunin mun
halda áfram um aldir vegna hlýnunar á 21. öldinni. Veruleg óvissa
er þó um efri mörk hækkunarinnar, og í þessum tölum er ekki gert
ráð fyrir að ísflæði frá Grænlandi og Suðurskautslandi aukist
verulega frá því sem nú er. Vísindalegur skilningur á sumum þátt-
um ísflæðis er ekki nægilega góður til þess að IPCC hafi treyst sér
til að leggja mat á líkindi þess að snöggar breytingar verði á ís-
flæði, en vel rökstuddar hugmyndir eru uppi um mun meiri sjávar-
borðshækkun af þessum sökum.
Hér að framan var minnst á hugmyndir um að hafið myndi
gleypa alla aukningu C02 í lofthjúpnum. Þær hugmyndir voru
ekki réttar, en þó eykst upptaka sjávarins á C02. Við þetta súrnar
hafið, en það lækkar síðan mettunarstig kalks í sjónum og er slæmt
fyrir lífverur sem nota kalk til að mynda skeljar, t.d. kalkþörunga,
kórala, ígulker og ýmis krabbadýr. Það er auðvelt að sjá margs
konar neikvæð áhrif af súrnun sjávar á ýmis vistkerfi, t.d. kóralrif
sem eru þegar illa stödd vegna hækkandi sjávarhita, en án frekari
rannsókna er erfitt að leggja mat á umfang áhrifanna og hversu
neikvæðar afleiðingar þeirra verði.
Hvar á að draga mörkin ?
Losun gróðurhúsalofttegunda til loka nýhafinnar aldar er
auðvitað ekki þekkt og því er ekki ljóst hversu mikið mun hlýna.
Ein leið til að glíma við þessa óvissu er sú að gefa sér mismunandi