Skírnir - 01.09.2008, Page 27
SKÍRNIR
GRÓÐURHÚSAÁHRIF ...
301
Spurningin um það hvort réttlætanlegt sé að velta tjóni yfir á
komandi kynslóðir (og þá hve miklu) er í eðli sínu siðferðileg, en
eigi að síður snýst umfjöllunin gjarnan um vaxtaprósentur og
núvirðisreikninga og eru hagfræðingar ekki allir sammála hvernig
standa skuli að þeim. Vaxtaprósentan skiptir máli, því ef hún er há
skiptir framtíðartjón ókominna kynslóða okkur litlu, sé hún lág er
eðlilegt að við leggjum á okkur harðræði til að forða þeim frá
tjóni. í skýrslu breska hagfræðingsins Nicholas Stern voru m.a.
færð rök fyrir því að svo fremi sem gert sé ráð fyrir að mannkynið
deyi ekki út, verði að meta velferð framtíðarkynslóða til jafns við
okkar kynslóð.17 Aðferðafræði Sterns var samt gagnrýnd fyrir að
ofmeta framtíðartjón og leggja til óþarflega þungar byrðar á nú-
verandi kynslóð til að leysa framtíðarvanda.
Hvað sem líður deilum um útfærsluatriði aðferðafræðinnar er
ekki erfitt að samþykkja rök hagfræðinga fyrir því að beita þurfi
núvirðisreikningum þegar bornar eru saman mismunandi leiðir til
að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga eða til að draga úr
losun. Þó er mikilvægt að tapa ekki sjónum af því að verið er að
ræða siðferðileg atriði, en ekki bara tæknileg. Margir hagfræðingar
taka undir það að þessi aðferðafræði glati gildi sínu verði afleið-
ingar loftslagsbreytinga verulega slæmar. Hrun þjóðfélaga eða
vistkerfa liggur handan við þau frávik sem hún fjallar um.
Afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir sum vistkerfi geta orðið
mjög alvarlegar. Þegar rætt er um við hvaða mörk eigi að hemja
aukin gróðurhúsaáhrif, þá er verið að taka ákvörðun um að ákveð-
ið tjón sé þolanlegt. Þetta vekur upp tvær spurningar: Er í lagi að
17 í 2. kafla skýrslu Nicholas Stern segir svo:
Thus, while we do allow, for example, for the possibility that, say, a
meteorite might obliterate the world, and for the possibility that future
generations might be richer (or poorer), we treat the welfare of future
generations on a par with our own. It is, of course, possible that people
actually do place less value on the welfare of future generations, simply on
the grounds that they are more distant in time. But it is hard to see any
ethical justification for this. (Stern 2007:31)
Frekari rökstuðning fyrir aðferðafræðinni og þeim núvirðisreikningum sem
beitt er til að meta hagsmuni margra kynslóða er lýst í viðauka við 2. kafla.
Skýrsluna má sækja á vefsíðu breska fjármálaráðuneytisins (www.hm-treasury.
gov.uk).