Skírnir - 01.09.2008, Page 36
310
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
Kamban átti engu slíku gengi að fagna á stríðsárunum, hvorki í
Þýskalandi né Danmörku og verður vikið að því hér á eftir.
Islensk stjórnvöld óskuðu eftir því við sendiráð sitt í Kaup-
mannahöfn að það færi fram á að dönsk stjórnvöld gæfu skýringu
á morðinu á Kamban.10 Dönsk stjórnvöld urðu við því á eftir-
farandi máta. í skjölum utanríkisráðuneytisins íslenska er að finna
í svokallaðri Verbalnote, dags. 22. júní 1945, svohljóðandi orðalag:
Utanríkisráðuneytið hefur þann heiður meðfylgjandi að senda Sendiráði
Islands skýrslu um þá könnun sem dómsmálaráðuneytið hefur gert varð-
andi dauða íslensks ríkisborgara, rithöfundarins, prófessors Guðmundar
Kambans. Um leið og vísað er til þessarar skýrslu, vill utanríkisráðu-
neytið ekki láta undir höfuð leggjast að láta af danskri hálfu í ljós að
harma, að prófessor Kamban hefur orðið fórnarlamb þess atburðar sem
hér um ræðir. — Bæta má því við, að utanríkisráðuneytið mun taka til
umfjöllunar rættmæti skaðabóta af danskri hálfu til handa ekkju hins
látna sem þannig hefur misst fyrirvinnu sína.* 11
Þessi orð í kansellístíl fela í raun í sér einu opinberu viðbrögð af
Dana hálfu við ósk íslenskra stjórnvalda um frekari skýringar á
atburði þessum, því að í Danmörku var eftir stríð litið á það sem
mannorðsmissi að hafa haft einhver samskipti við Þjóðverja á
stríðsárunum, að minnsta kosti ef málið var ekki rannsakað til
hlítar og menn sakfelldir eða sýknaðir. Skýrsla dómsmálaráðu-
neytisins byggðist á vitnatöku, þar sem frú Kamban og dóttir
hennar sem sá föður sinn falla fyrir byssukúlunni sögðu sína sögu;
umræddir frelsisliðar einnig, dyraverðir pensjónatsins og ein
10 Bréfið gekk frá Sendiráði íslands í Kaupmannahöfn þaraðlútandi þegar hinn 7.
maí 1945.
11 „Udenrigsministeriet har den Ære hoslagt til Islands Gesandtskab at oversende
en Redegorelse for Resultatet af den ved Justitsministeriets Foranstaltning
foretagne undersogelse i anledning af islandske Statsborger, Forfatteren Pro-
fessor Guðmundur Kambans Dod. — I det man henviser til denne Redegorelse
vil Udenrigsministeriet ikke undlade at udtale at man fra dansk Side paa det
dybeste maa beklage, at Professor Kamban er blevet Offer for paagældende
Aktion. — Det tilfojes, at Udenrigsministeriet vil drofte Sporgsmaalet om
Ydelse af Erstatning fra dansk Side til den Afdodes Enke for Tab af Forsorger."
Sendiráð íslands í Kaupmannahöfn, 1988/B84, Þjskj.