Skírnir - 01.09.2008, Side 40
314
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
landi, er með öllu ósennilegt að hægt sé að einangra frá grundvallar-
forsendum sínum og færa yfir á staði, þar sem sá bakgrunnur er ekki fyrir
hendi.17
En hverjar voru þær ávirðingar aðrar sem Kamban voru lagðar til
lasts í Danmörku á þessum árum? Full ástæða er til að gera þessu
efni ítarlegri skil, en það verður að gerast á öðrum vettvangi, ef
Guð lofar. í stuttu máli voru þær dvöl hans í Þýskalandi á árunum
1936-39, fyrirlestrar hans þar í landi, tilraunir hans til að koma sér
og verkum sínum á framfæri þar, viðtal sem danskt blað átti við
hann vegna banns Goebbels gegn gagnrýni 1936, störf hans í
danska útvarpinu á stríðárunum, tilraunir þýskra áróðursmanna
til að halda við hann sambandi, m.a. með upphringingum, og loks
sú staðreynd að hann sótti um skeið launagreiðslur í höfuðstöðvar
hernámsliðsins í Kaupmannahöfn. Allt er þetta rakið í bók Ás-
geirs Guðmundssonar, Berlínarblús og verður því aðeins á það
drepið hér.
Það eru einkum áðurnefnt viðtal og ásakanirnar um að hafa
notið forréttinda hjá útvarpinu sem hér er ástæða til að nefna. Árið
1936 birti sem sagt danska blaðið Berlingske Tidende viðtal við
Kamban þar sem hann mælti bót og beinlínis fagnaði þeirri rit-
skoðun sem Joseph Goebbels hafði komið á í Þýskalandi, svo-
kölluðu gagnrýnendabanni. Viðtalið vakti geysiathygli og var
túlkað á ýmsa vegu, þó að afstaða Kambans, ef viðtalið er skoðað
ofan í kjölinn, hafi fyrst og fremst markast af þeirri reynslu sem
hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu gagnrýnenda í Danmörku.
Þar vísar hann til þess að margir helstu rithöfundar Norðurlanda
17 „Hvad kan vi Lere af Tyskland i sá henseende, afhænger af hvorvidt vi kan
forlade vor dybt materialistiske indstilling overfor værdierne. Hvorvidt vi, og-
sa i materielt henseende, kan opfylde livsvækstens dynamiske betingelser:
ánden bagved resultatet“ ... „Opdragelse i nationalsocialistisk forstand bestir
i at udfolde og udforme de naturlige anlæg til den hojest mulige fuldkommen-
hed i samfundets tjeneste"... „at rigsarbejdstjenesten er et af de mest markante
udtryk for den nationalsocialistiske livsopfattelse. Den form, hvorunder den
udfolder sig i Tyskland, kan ikke med udsigt til noget held losrives fra sin
ideologi og overfores til et sted, hvor denne baggrund savnes." Greinin, „Ar-
bejdstjeneste“ er í heild birt í greinasafninu Kvalitetsmennesket, Kobenhavn
1941, bls. 39-59.