Skírnir - 01.09.2008, Side 42
316
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
í stuttu máli virðast þessar ásakanir ekki hafa verið á rökum
reistar. Auk ofangreinds erindis um þegnskylduvinnu, kom Kamb-
an örsjaldan fram í danska útvarpinu og las þá ljóðaþýðingar sínar
sem síðan birtust í bókinni Hvide Falke. 21 Hann stýrði ekki einni
einustu útsendingu á leikriti þar öll þau ár og hafnaði eina boðinu
sem honum bauðst til slíks.
Þegar rannsökuð voru mál þeirra sem þóttu hafa verið sam-
vinnuþýðir um of við Þjóðverja og þýska hernámsliðið, var við-
miðun fyrst og fremst hvort um landráð hefði verið að ræða, eitt-
hvað sem skaðað hefði Dani og danska hagsmuni, uppljóstranir,
svartamarkaðsbrask, nazistískan áróður og annað mannorðs-
skemmandi athæfi. Ekkert af þessu virðist eiga við um skáldið
Guðmund Kamban, nema menn vilji teygja sig til að kalla áður
nefnda grein um þegnskylduvinnu slíkan áróður sem verður að
teljast hæpið. Staðreyndirnar í máli Kambans blasa því við, að svo
miklu leyti sem kunnar heimildir greina frá:
a) Nöfn drápsmanna hans hafa aldrei verið dregin fram í dags-
ljósið og þeir voru ekki látnir gjalda fyrir afleiðingar gjörða
sinna. Nafn Kambans var ekki á lista andspyrnuhreyfingarinn-
ar. Flugumaðurinn á hjólinu er óþekktur.
b) Gagnger rannsókn á málavöxtum fór aldrei fram, aðeins vitna-
leiðslur til bráðabirgða. Vitnisburður lögmanna Kambans-
fjölskyldunnar var aldrei tekinn til gilds mats. Yfirlýsing til
bróður Kambans, Gísla Jónssonar alþingismanns, um að ekki
hefði verið ástæða til málshöfðunar, var ekki opinber yfirlýs-
ing danskra stjórnvalda um sakleysi skáldsins. Og tilmælum
Ólafs Thors utanríkisráðherra, 6. desember 1945, um að nafn
Kambans yrði hreinsað, virðist ekki hafa verið sinnt.
c) Að ráði þáverandi sendiherra Islands í Danmörku, Jakobs Möll-
ers, var hætt við að sækja málið fastar vegna árása Kaupmanna-
hafnarblaðanna á Kamban og minningu hans; hætta væri á að
frú Kamban missti þá lífeyri sinn, væri málið tekið upp aftur.
Þó að Jakob Möller hefði verið hinum megin í hinu svokallaða
Kambansmáli 1927 sem brátt verður rakið, er vart ástæða til að
21 Hvide Falke. Digte fra Islands lyriske Guldalder. Kebenhavn 1944.