Skírnir - 01.09.2008, Page 45
SKÍRNIR
UM LEIKHÚSMANNINN KAMBAN
319
verið hafði um Fjalla-Eyvind Jóhanns. En á því voru einhverjir
meinbugir sem ollu frestun og á íslensku leiksviði birtist leikurinn
hjá Leikfélagi Reykjavíkur svo seint á næsta ári, á jólum 1915.
Þótti einnig viðburður að íslensku sýningunni, sem Kamban mun
ekki hafa séð.25 Annað leikrit Kambans var Kongeglimen (Kon-
ungsglíman), sem Konunglega leikhúsið keypti en dró við sig að
sýna. Það var frumflutt á Det norske Teatret í Ósló í desember
1916, í Iðnó á íslensku á jólum árið eftir.26 Loks var leikurinn
sýndur í Kaupmannahöfn 1920 og hafði þá sem sagt beðið
flutnings alllengi, kominn út í bókarformi 1915. Einkum voru það
konurnar í leikjunum, Hrafnhildur og Hekla, sem heilluðu áhorf-
endur og freistuðu góðra leikkvenna. Hér lék Guðrún Indriða-
dóttir Höddu og Stefanía Guðmundsdóttir Heklu og höfðu báðar
hlotið mikið lof fyrir túlkun sínar, kannski ekki síður en starfs-
systur þeirra á Norðurlöndum. Einhvern veginn áttu danskar
leikkonur ekki greiðan aðgang að þeim ljóðræna „hetjustíl“ sem
menn þóttust kenna í verkunum, þær voru fyrst og fremst skól-
aðar í natúralisma.27
Dvölin í Bandaríkjunum frá hausti 1915 til 1917 var Guð-
mundi mikill innblástur og má segja að frá og með þeirri ferð sé
það ekki bara vandi íslands sem hvílir á herðum hans, heldur
vandi alls heimsins.28 Hann er fyrsti alþjóðlegi rithöfundur okkar
að því leyti, að aðrir leikir hans en tveir þeir fyrstu gerast í alþjóð-
25 Sjá Sveinn Einarsson, íslensk leiklist II, bls. 204-205 og 446H47.
26 Sjá Nils Sletbak (ritstj.), Det Norske Teatret: Femti ar 1913-1963, Oslo 1963,
bls. 78—79. Sjá einnig Sveinn Einarsson, íslensk leiklist II, bls. 206.
27 Sjá t.d. Kela Kvam, „Krise og besættelse“, Dansk teaterhistorie, II, bls. 167. Sjá
þó Teatret, nóvember, II, 1914; þar eru fjórar myndir sem staðfesta grun um
að landslagið í leikmyndinni hafi verið afleitt, en Ellu Ungermann í hlutverki
Höddu hrósað. Sjá ennfremur grein um Konungsglímuna eftir Sigurð Nordal,
Teatret, 1, 2 (1920), þar sem kemur skýrt fram að honum þótti sú leikkona sem
lék Heklu, Gudrun Brun, ekki valda hlutverkinu.
28 Kamban lýsir m.a. áhrifum af Bandaríkjadvöl sinni í greininni „Hævnens vis-
dom“, Illustreret Tidende 1919, bls. 599-600. Þýdd og birt í Skími, (Hefnd
vizkunnar), 1920, bls. 81-89. Greinin er frásögn í eins konar smásöguformi af
upplifun Kambans af kynþáttavandamálum vestra og vangaveltur um gildi
refsinga af því tilefni. Greinin lýsir sterkri réttlætiskennd með málstað blökku-
manna.