Skírnir - 01.09.2008, Qupperneq 46
320
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
legu umhverfi og fjalla um efni sem ekki eru séríslensk. í kjölfar
Bandaríkjadvalarinnar komu frá hendi Guðmundar tvö af hans
merkustu leikverkum. Annað er Marmor (Marmari), sem Leikfé-
lagi Reykjavíkur hefur væntanlega þótt nokkuð digur biti í háls,
ekki síður en leikhúsum Norðurlanda, því að hér beið hann þess í
aldarfjórðung að komast á svið og leiknum var hafnað í tveimur
helstu leikhúsum í Kaupmannahöfn.29 Hitt verkið er kammerleik-
urinn Vi mordere (Vér morðingjar) sem auk Danmerkur og Is-
lands var sýndur víðar á Norðurlöndum; m.a. lék Johanne Dyb-
wad sem þá var talin fremsta leikkona Norðurlanda hlutverk
Normu í norska Þjóðleikhúsinu; þetta hlutverk taldist í hópi
hennar bestu verka og er þá mikið sagt.30 Frumflutningur leiksins
var á Dagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn í leikstjórn höfundar.31
En fyrsta íslenska sýningin kom 7. október sama ár með Guðrúnu
Indriðadóttur í hlutverki Normu og Ragnari Kvaran í hlutverki
Ernests. Ári síðar léku þau Svava Jónsdóttir og Haraldur
Björnsson sömu hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar. Síðan hafði
Kamban fengið leikið eitt leikrit í viðbót í Danmörku, áðurnefnt
De arabiske Telte (Arabísku tjöldin). Því hafði verið misvel tekið
þar og var ósýnt á Islandi. Enn eitt leikrit hafði hann skrifað,
Qrkenens stjerner eða Öræfastjörnur, eins og það hét löngu síðar
29 Sjaldan er mikið skrifað um tilraunir leikskálda til að fá leiki sína leikna; þau
samskipti fara oft fram í tveggja manna samtölum, leikskálds og leikhússtjóra.
Einn ágætan skjalfestan vitnisburð hvað Kamban snertir er þó að finna í safni
Konunglegu bókhlöðunnar í Kaupmannahöfn (frá Karl Mantzius 13. nóvem-
ber 1920) og trúlega kemur fleira í ljós, þegar farið verður að grafa kerfisbundið
fram bréf til Kambans og frá honum, í þeim mæli sem þau hafa varðveist.
Fimmtán slík bréf er að finna í Hándskriftarkivet, Det kgl. Bibliotek.
30 Anton Ronneberg, Nationaltheatret gjennom femti dr, Oslo 1949, bls. 65. Nils
Johan Ringdal getur sýningarinnar þó að engu í Nationaltheatrets historie,
Oslo 2000, en birtir hins vegar mynd úr 3. þætti af Fjalla-Eyvindi í leikstjórn
Johanne Dybwad og með henni sjálfri í hlutverki Höllu.
31 Frumsýningin var í mars 1920. Clara Pontoppidan lék Normu og Thorkild
Roose Ernest, og var þetta fyrsta sjálfstæða leikstjórn Kambans, en áður hafði
hann verið til aðstoðar Johannesi Nielsen við uppsetninguna á Höddu Pöddu
°g eru þeir báðir skrifaðir fyrir henni. Sjá Georg Leicht og Marianne Hallar,
Der kongelige Teaters repertoire 1889-1975, bls. 184. Um viðtökur sjá t.d.
Teatret, mars, II, 1920 (með myndum), og Svein Einarsson, íslensk leiklist II,
bls. 217-220 og 267-269 og tilvitnanir þar.