Skírnir - 01.09.2008, Side 47
SKÍRNIR
UM LEIKHÚSMANNINN KAMBAN
321
í íslenskri þýðingu Tómasar Guðmundssonar; það leikrit hafði
ekkert leikhús tekið að sér.32 Og svo vitnaðist þessa útmánuði, að
Kamban hafði samið enn eitt leikrit, sem ósýnt var, Gesandten fra
Jupiter {Sendiherrann frá Júpíter). Það var því ekki hægt að segja
annað en hann hefði verið iðinn við pennann, þó að þrjú af þessum
sjö leikritum væru enn ósýnd. Við þetta bættist, að gerður hafði
verið til Islands kvikmyndaleiðangur til að koma frumsmíð skálds-
ins yfir á hvíta tjaldið: kvikmyndin Hadda Padda var frumsýnd
árið 1924 með dönsku leikkonunni Clöru Pontoppidan í aðalhlut-
verki. Fyrir leikstjórninni voru skrifaðir Guðmundur Kamban og
Gunnar R. Flansen, en danski leikstjórinn og leikarinn Svend
Methling, sem lék aðalkarlhlutverkið á móti frú Pontoppidan,
virðist einnig eitthvað hafa komið að leikstjórninni; hann var að
minnsta kosti reyndastur þeirra þremenninga. Ári síðar var í Dan-
mörku gerð kvikmynd eftir skáldsögu Guðmundar, Det sovende
Hus (Meðan húsið svaf) og var skáldið sjálft leikstjóri. Guðmund-
ur Kamban var þar með orðinn fyrsti kvikmyndaleikstjórinn af
íslensku bergi brotinn og hinn fyrsti handritshöfundur, jafnframt
því að vera fyrstur íslendinga til að stýra leiksýningum í svo-
nefndum atvinnuleikhúsum.33 Skemmtileg er lýsing Alþýðublaðs-
ins á þessari mynd um húsið sofandi. Þar segir:
[Kvikmynd Kambans] gengur með hógværð og látleysi, fettubrettalaust
út úr daglega lífinu, eins og að gerist, inn á hvíta tjaldið ... sálarlífinu er
lýst ýkjuskrúfunarlaust. Þetta er vafalaust listþrungnasta mynd, er hjer
hefir lengi sjest.34
Kamban hafði verið fastráðinn við Folketeatret sem leikstjóri um
tveggja ára skeið. Og þó að hann hefði ekki stöðuga vinnu né
stöðugar tekjur þegar hér var komið sögu (1927), var hann orðinn
viðurkenndur listamaður í Danmörku og hafði hlotið þar meiri
frama en nokkur annar íslenskur leikhúsmaður. Það var því nokk-
uð svo eðlilegt að hann langaði að sýna löndum sínum hvers hann
32 Örœfastjörnur, Guðmundur Kamban, Skdldverk VI, Reykjavík 1969.
33 Sjá Erlendur Sveinsson, Kvikmyndir á Islandi 7S ára. Afmœlisrit 1906-1981,
Reykjavík 1981, bls. 28.
34 Alþýðublaðið, 7. mars 1927.