Skírnir - 01.09.2008, Page 49
SKÍRNIR UM LEIKHÚSMANNINN KAMBAN 323
Indriði Waage með langri greinargerð í Vísi og lýsir þar hvernig
þetta mál snýr við Leikfélagsmönnum. Eftir þetta harðnar deilan
og „klögumálin ganga á víxl“.
Meðal annars verður að umþóttunarefni kvöldsamtal sem á sér
stað, að beiðni Kambans þegar hann er rétt stiginn af skipsfjöl,
eftir leiksýningu sem Indriði Waage tók þátt í. Vék Indriði sér
undan, hafði gert aðrar ráðstafanir og bauð fund daginn eftir, en
Kamban sinnti því ekki og varð þá úr að Jens B. Waage banka-
stjóri, faðir Indriða, tæki við Kamban og þeir reyndu þar að finna
ásættanlega leið fyrir báða aðila. Það tókst ekki og bar þeim síðar
í frásögnum ekki saman um þetta nætursamtal. Verður að segjast
eins og er að miklu eru skrif þeirra Waage-feðga hófstilltari í þess-
um sennum; Kamban er stóryrtari, m.a. um hæfni fyrri leiðbein-
enda félagsins. Framkoma Indriða virðist einnig óaðfinnanleg. í
greinargerðinni sem birtist í Morgunblaðinu segist hann, eftir að
Kamban hafði skýrt félagsfundi frá tilboði sínu og svo gengið af
fundi, hafa tilkynnt félaginu að hann leysi félagið fá öllum samn-
ingum við sig, svo að það geti óbundið brugðist við tilboði Kamb-
ans. Sá félagsfundur vísaði málinu til stjórnar, og Indriði ítrekar að
enn láti hann niðurstöðuna afskiptalausa. Hinir stjórnarmennirnir,
Borgþór Jósefsson og Friðfinnur Guðjónsson, bera þá tilboðið
upp á félagsfundi þar sem það er fellt með sjö atkvæðum gegn
fjórum. „Eg skal geta þess, að hvorki ég né mínir nánustu vanda-
menn tóku þátt í þessari atkvæðagreiðslu,“ segir Indriði.37
Það sem deilan snerist um var í stuttu máli þetta: Hinn 11.
janúar berst Leikfélagsstjórninni umrætt skeyti frá Kaupmanna-
höfn, þar sem Kamban býðst til að koma til Reykjavíkur í byrjun
febrúar og stýra þar þremur leikritum það sem eftir lifi leikársins.
Um það leyti var Leikfélagið að hefja æfingar á nýju íslensku
leikriti, Munkunum á Möðruvöllum, eftir það ungskáld sem mesta
athygli hafði vakið á þeim árum, Davíð Stefánsson, og hafði gert
við skáldið samning þar að lútandi. Aðdragandi að tilboði Kamb-
ans var því skammur, svo vægt sé til orða tekið. Soffíu Guðlaugs-
dóttur leikkonu, sem var rísandi stjarna á íslensku leiksviði og
37 Morgunblaðið, 23. febrúar 1927.